Sóttvarnir

Hvernig er sóttvörnum háttað miðað við núgildandi takmarkanir?

Til þess að fá aðgang að tónleikunum þurfa allir gestir, fæddir 2015 og fyrr, að framvísa vottorði um:

a) neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) eða PCR prófi sem má ekki vera eldri en 48 klst og er tekin á viðurkenndum stöðum. ATH. sjálfspróf eru ekki tekin gild.
b) nýlega COVID-19 sýkingu (eldri en 14 daga og yngri en 180 daga).

Hraðprófið er gjaldfrjálst. Svona virkar það:

1. Þú ferð á rannsóknarstofu að eigin vali innan við 48 tímum fyrir viðburð og áður en stöðvarnar loka.
2. Þú færð niðurstöður eftir um 15 mínútur í símann þinn.
3. Þú sýnir neikvæða niðurstöðu við inngang á tónleikana.

Ef gestur getur ekki framvísað neikvæðu prófi getur viðkomandi ekki sótt tónleikana.

Hvar fer ég í hraðpróf?

Við mælum með Öryggismiðsöðinni en þau eru með stöðvar í Reykjavík við Umferðamiðstöðina BSÍ og í Kringlunni, og einnig við Aðalgötu 60 í Keflavík.

✅ Niðurstöður eftir aðeins 15-25 mínútur
✅ CLINITEST® Rapid COVID-19 Antigen Test frá Siemens
✅ Vottað af heilbrigðisráðuneytinu

Upplýsingar um aðrar stöðvar má finna á vef landlæknis.

Hvað gerist ef ég fæ jákvætt úr hraðprófinu?

Tónleikagestir sem geta sýnt fram á jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi geta fengið miðann sinn endurgreiddan en beiðnin þarf að berast á info@tix.is fyrir kl. 12 á tónleikadag.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu allar viðburðartilkynningar í pósthólfið og aðgang að forsölum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.