Skilaboð
frá
Björk

ég er svo ótrúlega spennt að vera að koma loksins með cornucopiu til íslands í júní
hún mun innihalda bæði tónlist frá útópíu og nýju plötunni minni, fossoru
með kór, klarinettum, flautum og slagverki
og ótal mörgum sérsmíðuðum hljóðfærum

þetta er stærsta sýning sem ég hef gert
og hefur einn mesta fjölda talrænna leiktjalda sem hefur verið á einu sviði
ég kalla þetta talrænt leikhús eða “digital theatre”
en ólikt VR eða AI þá munum við koma fram á alvöru gamaldags analóg leiksviði ,
(er ekki inn í sýndarveruleika gleraugum til dæmis , svo ég útskýri alla leið )

þetta er mjög ólíkt hörputónleikunum með sinfó sem ég gerði 2021
þar sem var ekkert myndrænt
(fyrir utan stórglæsilega tónlistarfólkið að sjálfsögðu)
cornucopia er eiginlega alveg hin hliðin á því sem ég geri
ávöxtur allrar samvinnunar sem ég hef gert
með ótal mörgum sýndarveruleika og “digital animation” teymum
meðal annars með tobías gremmler, nick knight, andy huang, nick thornton jones , warren du preez og m/m

ég leikstýrði, ásamt james merry og lucrecia martel

þegar ég hljóðblandaði vúlnikúru VR í “surround”
varð ég rosa spennt fyrir að færa þennan heim fyrir utan sýndarveruleikagleraugun
upp á svið með súrefni, hári og öllu saman
og með eins konar talrænni “lanterna magica” aðferð
þar sem áheyrendurnir eru þáttakendur umkringdir talrænum skjáum

að koma með þetta allt saman til íslands er mikil áhætta og eitt af því erfiðasta sem ég hef beðið teymið mitt um að gera
sérstaklega fyrir og eftir covid
skiptir mig miklu máli, við ætlum líka að kvikmynda tónleikana og langar að gera það með hamrahlíðarkórinn í fullri stærð
ná þessu hér heima þar sem við getum öll sýnt bestu hliðar cornucopiu

ég vona að þið komið í sumar og njótið með okkur

mikil ást
björk