Back arrow

Streymi

Hér finnur þú hagnýtar upplýsingar um streymi og getur fundið lausnir við tæknilegum vandræðum.

Algengt er að vandræði stafa af vöfrum í snjallsjónvörpum, eða óstöðugum nettengingum. Þú getur fundið lausnir við því hér fyrir neðan. Þú færð bestu niðurstöður með að tengja tölvu við sjónvarp með snúru, eða með því að varpa úr síma í snjallsjónvarp.

Ef þú finnur ekki svarið sem þú ert að leita að hér, vinsamlegast sendu okkur skilaboð. Við erum allaf við á tónleikadag, fram að tónleikalokum.

Besta leiðin til þess að horfa á tónleikana í gegn um streymi:

  1. Opna senalive.is/bo-streymi í snjallsíma eða spjaldtölvu og stimpla inn kóðann þinn
  2. Smella á „cast“ takkann í horninu á spilaranum, þá ætti að birtast listi yfir snjallsjónvarp, AppleTV, Chromecast og þess háttar á þínu heimili
  3. Velja tækið sem við á

Cast takkinn lítur svona út:

HVAR FINN ÉG KÓÐANN MINN?

Þegar þú ert búin að kaupa miða á tix.is færðu sendan kóða á tölvupóstfangið þitt. Athugaðu að kóðinn er ekki pöntunarnúmerið, þú þarft að opna miðann sem fylgir tölvupóstinum og sjá kóðann hér:

HLJÓÐ- EÐA MYND VANDAMÁL

ÞAÐ HEYRIST EKKERT

Kveikja þarf sérstaklega á hljóðinu. Þú getur gert það með að smella hér:

 

SPILARINN BIRTIST EKKI

Vafrinn sem þú ert að nota styður ekki við streymið, þú þarft að nota annan vafra. Ef um snjallsjónvarp er að ræða þarftu að kasta úr síma eða tölvu.

 

STREYMIÐ HÖKTIR

Vandamál með streymið stafar annað hvort af vandamáli með nettengingu eða vandamál með vafra.

Sum snjallsjónvörp höndla streymi illa, við mælum með að þú varpir úr síma í sjónvarpið eða í Apple TV til að laga vandamálið. Þú finnur leiðbeiningar fyrir þitt sjónvarp hér að neðan undir „Snjallsjónvörp“ eða „Apple TV“.

Ef það er ekki málið geturðu prófað annan vafra, t.d. Chrome, Safari, eða Firefox.

Ef streymið höktir samt geturðu prófað að skipta yfir í 4G eða lækkað gæðin á streyminu í spilaranum. Athugið að það getur virkað vel að skipta yfir í 4G þó að nettenging sé vanalega mjög hröð, prófaðu streymið í síma á 4G og ef það höktir ekki þar er nettengingin vandamálið.

 

ÉG ER AÐ VARPA ÚR SÍMA EN STREYMIÐ HÖKTIR SAMT

Sumar nettengingar höndla illa streymið og það virkar oftast að skipta úr venjulegu neti yfir í 4G, þó að nettenging sé vanarlega mjög hröð. Ef tækið þitt er ekki með 4G geturðu búið til 4G hotspot í símanum og notað netið þar.

Vandamálið getur líka verið vafrinn, prófaðu að skipta yfir í Chrome eða Safari.

 

VILLBOÐ

ÉG FÆ „TOO MANY ACTIVE SESSIONS“ / HVERNIG LOSA ÉG KÓÐA ÚR EINU TÆKI OG FÆRI Í ANNAÐ TÆKI?

Það er búið að virkja kóðann á of mörgum stöðum. Þú þarft að fara í eitt af þremur tækjunum/gluggunum/flipunum þar sem kóðinn er virkur, smella neðst á takkann, og velja log out. Núna er kóðinn laus á ný.

Ef það virkar ekki geturðu prófað eftirfarandi:

• Prófaðu að gera „refresh“ á síðuna
• Hreinsaðu cache og vafrakökur. (https://io.jackshoot.com/Uyg25n)
• Farðu á síðuna með private/incognito glugga (https://io.jackshoot.com/NMFX4F)
• Restartaðu tölvunni eða vélinni sem þú ert að nota
• Prófaðu annan vafra (Chrome, Mozilla, Safari, Edge etc.).
• Prófaðu að nota annað tæki
• Tryggðu að þú sért ekki að nota VPN
• Prófaðu aðra nettenginu eins og annan router eða 4G

 

ÉG FÆ „INVALID CODE“

Vertu viss um að þú sért ekki að setja inn pöntunarnúmerið þitt, sjá „hvar finn ég kóðann minn“ hér að ofan.

Ef þú ert að setja kóðann í snjallsjónvarp og þú færð þessi villuboð, prófaðu í síma eða tölvu, það getur verið að vafrinn í snjallsjónvarpi styðji ekki svona streymi

 

SNJALLSJÓNVÖRP

ÉG ER AÐ NOTA VAFRA Í SNJALLSJÓNVARPI OG SPILARINN VIRKAR EKKI EÐA VIRKAR ILLA

Hér eru leiðbeiningar fyrir nokkur vinsæl tæki, um hvernig á að varpa í snjallsjónvarp eða Apple TV:

HVERNIG VARPA ÉG ÚR SÍMANUM Í SNJALLSJÓNVARPIÐ MITT?

Vafrar í snjallsjónvörpum eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Við mælum með að þú prófir streymið áður en tónleikarnir hefjast til að athuga hvort það virki, og ef streymið höktir eða ef það virkar ekki mælum við með að þú horfir á tónleikana með því að kasta úr Chrome í síma, spjaldtölvu eða úr tölvu með t.d. Chromecast.

Hér eru leiðbeiningar fyrir nokkur vinsæl tæki, um hvernig á að varpa í snjallsjónvarp eða Apple TV:

 

APPLE TV

HVERNIG HORFI ÉG Á TÓNLEIKANA MEÐ APPLE TV?

Þú finnur leiðbeiningar á vef Apple, sjá hlekk:

Airplay (Apple TV og iOS)

Ef þú ert með Apple TV og Android síma geturðu prófað app á borð við AllCast.

 

ÚTSENDING

ÉG MISSTI AF BYRJUNINNI, GET ÉG BYRJAÐ UPP Á NÝTT?

Nei það er ekki hægt, en þú getur horft á streymið í heild frá kl. 12 daginn eftir tónleikana.

 

TÓNLEIKARNIR VORU AÐ KLÁRAST OG MIG LANGAR AÐ HORFA AFTUR EN ÞAÐ VIRKAR EKKI

Þú getur einungis horft á tónleikana frá kl. 12 daginn eftir tónleikadag. Tónleikarnir eru ekki aðgengilegir strax og þeim lýkur, þú þarft að bíða til morguns, þá geturðu horft á tónleikana aftur að vild í 48 klst.

 

ÉG GET EKKI HORFT Á TÓNLEIKANA Á TÓNLEIKADAG, GET ÉG HORFT Á ÞÁ SEINNA/ÞEGAR MÉR HENTAR?

Tónleikarnir verða aðgengilegir í gegnum streymi í 48 klst eftir að þeim lýkur frá kl. 12 daginn eftir tónleika. Þú getur horft á þá á þessum tíma að vild.