fbpx
Back arrow

Þín upplifun – okkar ástríða

Allan daginn, alla daga, allan ársins hring erum við að hlusta og horfa. Við heyrum splunkunýja tónlistarsköpun og gamla standarda og hlustum um leið á það sem Íslendingar vilja heyra og sjá.

Við tökum eftir því hvað kveikir forvitnina hjá öðrum. Við vinnum með skilningarvitin, tjáninguna og magnaðar móttökur fólksins í landinu.

Við elskum að halda tónleika, setja upp leiksýningar og fáum aldrei nóg af uppistandi. Við erum svo heppin að fá að vinna með listamönnum á borð við Justin Bieber og Justin Timberlake, Eagles, Sissel, Ricky Gervais, Frank Ocean og Kings of Leon. Og óteljandi öðrum snillingum síðustu 20 árin.

Verið velkomin og góða skemmtun!

  • Starfsfólk

    Sena Live

  • Sækja merki
  • Hafa samband
    • Ég samþykki Persónu­verndar­stefnu Senu og samþykki að ofangreindar upplýsingarnar séu geymdar í allt að 30 daga.