Back arrow

Iceland Airwaves 2019

Reykjavík
6. nóvember 2019

Miðaverð

Super Early Bird:
9.900 kr.
Super Early Bird:
0

SUPER EARLY BIRD MIÐAR Á 9.900 KR.
FYRSTIR KOMA – FYRSTIR FÁ

Iceland Airwaves hátíðin verður haldin í 21. sinn 6. – 9. Nóvember 2019. Hátíðin hefur rækilega fest sig í sessi sem uppskeru- og árshátíð íslenskrar tónlistar, bæði fyrir rótgróna listamenn, en einnig sem vettvangur nýrra hljómsveita til að koma sér og framfæri.

Iceland Airwaves hefur í gegnum árin boðið erlendum lykilaðilum úr tónlistarbransanum að sækja hátíðina og hefur Airwaves oft sýnt sig að vera stökkpallur íslenskra listamanna út í heim. Erlendar hljómsveitir hafa einnig verið áberandi og hefur þótt mjög eftirsóknarvert að spila á hátíðinni, heimsfrægir listamenn hafa lagt leið sína til Íslands, sem og minni hljómsveitir á uppleið. Reykjavík fyllist af lífi þessa fjóra daga og nætur í nóvember, tónlist í öllum krókum og kimum og tónlistaraðdáendur úr öllum heimshornum sjá uppáhalds hljómsveitirnar sínar spila, í bland við að uppgötva nýja tónlist.

Fyrstu atriði verða tilkynnt innan skamms, en mjög takmarkað magn super early bird miða eru í boði á 9.900 kr.