fbpx
Back arrow

Iceland Airwaves 2020

Reykjavík
4. nóvember 2020

4 daga passi

Hátíðarpassi:
17.900 kr.
Hátíðarpassi:
0

SÉRSTÖK TILKYNNING:

Það gleður okkur óendanlega að segja ykkur frá því í dag að nýjasti poppkóngur Íslands, Daði Freyr, kemur fram á Iceland Airwaves í ár og verður hér um að ræða hans einu stórtónleikar á Íslandi á þessu ári.


 

Iceland Airwaves hátíðin verður haldin í 22. sinn dagana 4. – 7. nóvember 2020. Hátíðin hefur rækilega fest sig í sessi sem uppskeru- og árshátíð íslenskrar tónlistar, bæði fyrir rótgróna listamenn sem og vettvangur nýrra hljómsveita frá öllum heimshornum til að koma sér á framfæri. 

Reykjavíkurborg iðar af lífi og tónlist flæðir um alla króka og kima, frá kirkjum, listasöfnum, rokkbörum, kaffihúsum og plötubúðum. Þúsundir erlendra gesta koma til landsins til að upplifa Airwaves töfrana; allt það besta í íslenskri tónlist og mest spennandi upprennandi bönd heims í hjarta Reykjavíkur.

ADHD // Andavald // Andy Svarthol // Benni Hemm Hemm // Black Pumas (US) // BSÍ // Chlobocop (UK) // Courtney Barnett (solo) (AU) // Daði Freyr // Daughters of Reykjavík // dj. flugvél og geimskip // Dorian Electra (US) // Dry Cleaning (UK) // Erika de Casier (DK) // GRÓA // gugusar // Halldór Eldjárn // Júníus Meyvant // Kiriyama Family // K.óla // Krummi // Lynks Afrikka (UK) // Metronomy (UK) // MSEA // Myrkvi // omotrack //  Oyama // Pale Moon // Sólveig Matthildur // S.hel // Sin Fang // Sinmara // Squid (UK) // Tami T (DE) // The Murder Capital (IE)