fbpx
Back arrow

Ólafur Arnalds í Eldborg

Harpa - Eldborg
18. desember 2018

MIÐAVERÐ

Úrvalssæti:
14.990 kr.
Verðsvæði 1:
12.990 kr.
Verðsvæði 2:
11.990 kr.
Verðsvæði 3:
10.990 kr.
Verðsvæði 4:
8.990 kr.
Úrvalssæti:
0
Verðsvæði 1:
0
Verðsvæði 2:
0
Verðsvæði 3:
0
Verðsvæði 4:
0
BAFTA-verðlaunahafinn Ólafur Arnalds lýkur viðburðaríku ári með tónleikum í Eldborg en þeir eru hluti af metnaðarfyllsta tónleikaferðalagi hans til þessa.

Þrjú ár eru síðan Ólafur hélt tónleika á Íslandi en undanfarin misseri hefur hann unnið að hinum ýmsu verkefnum, þar á meðal kvikmynd og plötu undir nafninu Island Songs, tónlist fyrir sjónvarpsþáttaraðirnar Broadchurch og Philip K. Dick’s Electric Dreams auk þess að leika með rafsveitinni Kiasmos. Í lok ágúst er væntanleg ný plata frá Ólafi sem ber nafnið re:member. Nú þegar hafa komið út þrjú lög af re:member og þau hlotið frábærar viðtökum um heim allan.

Með Ólafi á sviði verða strengjakvartett og slagverksleikari en miðpunktur tónleikanna eru tvö sjálfspilandi píanó.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá Ólaf Arnalds á heimavelli.

+ Lestu meira

„Ég er að þróa algjörlega nýja sviðssetningu sem byggir á hugbúnaði sem við höfum hannað til að stýra sjálfspilandi píanóum. Það verða því þrjú píanó á sviðinu, ég spila á eitt og hin fylgja mér með hjálp gervigreindar – og því verða engir tveir tónleikar alveg eins.“

Tónleikarnir í Hörpu eru hluti af viðamiklu tónleikaferðalagi Ólafs árið 2018. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Evrópu og Norður Ameríku í vor en uppselt var hverja einustu tónleika, m.a. í hinu fornfræga tónleikahúsí Royal Albert Hall í London. Næsta haust og vetur teygir tónleikaferðalagið úr sér um allan heim.

Í Eldborg koma Ólafur og hljómsveitin öll, mennsk og ómennsk, til með að spila nýtt efni í bland við eldra, sem sett verður í nýjan og spennandi búning.

Engu verður til sparað og búist við að tónleikarnir verði mikið sjónarspil fyrir augu og eyru.

//echo $wp_embed->shortcode( array(), $playlist ); //?>