fbpx
Back arrow

Beck & Two Door Cinema Club

Um Beck

Eins og titilinn á nýjustu plötunni hans, Hyperspace, gefur til kynna, þá hefur Beck ferðast ljósárin mörg frá því að hann varð óumbeðinn að talsmanni heillar kynslóðar, þegar Loser skaut honum á stjörnuhimininn árið 1994. Á áratugunum síðan hefur Beck farið um víðan völl tónlistarlega séð, rifið niður skilrúm á milli tónlistartegunda og opnað fyrir nýjar leiðir á sama tíma og hann dregur innblástur frá fortíðinni.

Beck hóf feril sinn í óhefðbundnu rokki og náði fyrst metvinsældum er hann gaf út plöturnar Mellow Gold og One Foot in the Grave, en platan sem gerði Beck að einum af virtasta tónlistarmanni samtímans var Odelay sem vann Grammy verðlaun og náði margfaldri platínumsölu. Beck hélt áfram að gefa út plötur og alltaf reyndi hann að gera eitthvað nýtt og koma á óvart, en engin plata Becks hefur hljómað eins og sú sem kom á undan. Hann hefur einnig fært sig út í stærri margmiðlunarverk eins og endurgerð á  Sound and Vision eftir David Bowie í hljóði og mynd, og hann gaf út Beck Hansen’s Song Reader sem var seinna gefin út sem plata af tónlistarmönnum eins og Jack White, Norah Jones og Beck sjálfum. 

Alltaf hefur Beck haldið áfram að gefa út framúrstefnulega tónlist og hlotið lof gagnrýnenda og aðdáenda sinna, en hann rúllaði inn í árið 2015 með því að vinna Grammy verðlaun fyrir Morning Phase; sem plata ársins og rokkplata ársins. Hann vann sópaði einnig til sín Grammy verðlaunum fyrir þrettándu plötuna sína, Colors

Beck hefur að auki ávalt hlotið lof fyrir tónleika sína, meðal annars frá miðlum eins og Rolling Stone og Washington Post. Nýjasta platan hans Hyperspace er eitt mesta samvinnuverkefnið hans hingað til en sjö af ellefu lögum voru pródúseruð af Pharell Williams og samin með honum og ýmsir aðrir spennandni tónlistarmenn koma að hinum lögunum, til dæmis Cole M.G.N, Sky Ferreira, Paul Epworth, Chris Martin og fleiri.