Back arrow

Bubbi – Það er gott að elska

Heima í stofu
14. febrúar 2021

Miðaverð

Almennt miðaverð :
2.400 kr.
Almennt miðaverð :
0
SÉRSTAKIR GESTIR BÆTAST VIÐ: GDRN, JÓN JÓNSSON OG FRIKKI DÓR
FORSÖLUVERÐI LÝKUR Á MIÐNÆTTI Á FIMMTUDAG; VERÐIÐ HÆKKAR ÞÁ Í 2.400 KR.

Það er gott að elska, árlegir valentínusartónleikar Bubba Morthens, fara í ár fram heima í stofu hjá þér, í beinni úr Hlégarði, á sjálfan valentínusardaginn, sunnudaginn 14. febrúar.

Á 40 ára ferli Bubba Morthens hefur hann oftar en ekki glímt við ástina, séð hana í ótal myndum og samið hverja perluna á fætur annarri. Framundan er sögustund í tónum og tali í notalegum búningi með kertaljósum og kósýheitum.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00, verða um 90 mínútur að lengd og ætlar Bubbi að einbeita sér alla tónleikana að sínum þekktustu og vinsælustu ástarlögum frá ferlinum.

ÞRJÁR LEIÐIR TIL AÐ HORFA
Þú velur þá miðatýpu sem þér hentar og færð kóða sem virkar annað hvort í myndlyklum Símans eða Vodafone, eða í vefstreymi sem aðgengilegt er um allan heim. Streymið er aðgengilegt í gegnum vafra í hvaða nettengda tæki sem er og einnig er hægt að varpa því í sjónvarp í gegnum tæki á borð við Chromecast eða AppleTV. Vinsamlegast athugið að hver kóði gildir aðeins í einu kerfi.

 • Algengar spurningar

  Get ég horft á tónleikana í gegnum Apple TV? Hvernig horfi ég á tónleikana í mínu snjallsjónvarpi?

  Þú getur notað tækni á borð við Airplay til að tengja t.d. síma eða tölvu við Apple TV. Skoðaðu leiðbeiningarnar sem fylgdu þínu tæki.

  Hér eru leiðbeiningar fyrir nokkur vinsæl tæki, um hvernig á að varpa í snjallsjónvarp eða Apple TV:

  Get ég horft á tónleikana í vafra í snjallsjónvarpi?

  Það er stundum hægt og stundum ekki, en vafrar í snjallsjónvörpum eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Við mælum með að þú prófir streymið áður en tónleikarnir hefjast til að athuga hvort það virki, og ef streymið höktir eða ef það virkar ekki mælum við með að þú horfir á tónleikana með því að kasta úr Chrome í síma, spjaldtölvu eða úr tölvu með t.d. Chromecast.

  Hér eru leiðbeiningar fyrir nokkur vinsæl tæki, um hvernig á að varpa í snjallsjónvarp eða Apple TV:

  Ég fæ "Invalid Code" á streymissíðunni

  1. Vertu viss um að það sé ekki óvart verið að nota lítið L þegar á verið að nota stórt i, eða öfugt, þegar kóði er settur inn. Bókstafirnir í kóðanum eru alltaf annað hvort allir í hástöfum eða allir í lágstöfum.
  2. Ef þú ert að setja kóðann í snjallsjónvarp og þú færð þessi villuboð, prófaðu í síma eða tölvu, það getur verið að vafrinn í snjallsjónvarpi styðji ekki svona streymi
  3. Vertu viss um að þú sért að nota réttan kóða, hann er í PDF skjali og þar stendur „Þetta er kóðinn þinn“, ef þú keyptir hann hjá Tix.

  Ég fæ "too many active sessions"

  Það er búið að virkja kóðann á of mörgum stöðum. Þú þarft að fara í eitt af þremur tækjunum/gluggunum/flipunum þar sem kóðinn er virkur, smella neðst á takkann, og velja log out. Núna er kóðinn laus á ný.

  Ef það virkar ekki geturðu prófað eftirfarandi:

  • Prófaðu að gera „refresh“ á síðuna
  • Hreinsaðu cache og vafrakökur. (https://io.jackshoot.com/Uyg25n)
  • Farðu á síðuna með private/incognito glugga (https://io.jackshoot.com/NMFX4F)
  • Restartaðu tölvunni eða vélinni sem þú ert að nota
  • Prófaðu annan vafra (Chrome, Mozilla, Safari, Edge etc.).
  • Prófaðu að nota annað tæki
  • Tryggðu að þú sért ekki að nota VPN
  • Prófaðu aðra nettenginu eins og annan router eða 4G

  Streymir mitt hökktir, hvað er til ráða?

  1. Prófaðu að nota annað tæki, t.d. snjallsíma. Þú finnur leiðbeiningar um hvernig á að varpa úr snjallsíma í snjallsjónvarp hér að ofan.
  2. Notaðu Chrome vafrann
  3. Skiptu yfir í 4G, það virkar oft betur en WiFi, þó að nettengingin sé hröð.
  4. Skiptu yfir í lægri gæði með því að smella á „Quality“ í spilaranum.

  Ég fylgdi öllum leiðbeiningum og er með mjög hraða nettengingu, en streymið höktir samt. Hvað er til ráða?

  Það getur hægst verulega á jafnvel mjög hröðum nettengingum ef það eru margir að nota netið í einu, og í sumum tilfellum styðja hraðar nettengingar illa við streymi, eða eru óstöðugar. Prófaðu að nota 4G í Chrome í síma, ef streymið virkar vandræðalaust þar er nettengingin vandamálið.

  Ég finn ekki miðann minn / miðinn minn opnast ekki / ég er með spurningu um miða eða miðakaup, hvert á ég að leita?

  Tix sinnir öllum fyrirspurnum varðandi miða, vinsamlegast sendið þeim tölvupóst: [email protected].

  Ég er búin að kaupa miða á tónleikana á Tix, og ég keypti miða fyrir Sjónvarp Símans, hvað geri ég nú?

  Þú getur annað hvort smellt á “Sækja miða” strax að kaupferli loknu eða sótt kóðann í kvittuninni sem þú færð senda frá [email protected] Kóðinn þinn er í miðanum (PDF skjal)

   

  Sækja miða úr kvittun í tölvupósti:

  Þú þarft að smella á “Sækja miða” neðst í póstinum.

  Næst þarftu að smella aftur á “Sækja miða”:

  Þú getur strax virkjað kóðann í myndlykli eða appi:

  Virkja kóða í myndlykli Símans:

  1.   Veldu Menu
  2.   Smelltu á Tilboðskóði
  3.   Sláðu inn kóðann og byrjaðu að horfa

  Virkja kóða í appi Símans:

  1.   Skráðu þig inn í Sjónvarp Símans appið og smelltu á Meira
  2.   Smelltu á tilboðskóði
  3.   Sláðu inn kóðann og byrjaðu að horfa

  Tónleikarnir eru á rás 330 14. febrúar kl. 20.

  Ég er búin að virkja kóðann fyrir myndlykil Símans en rás 330 opnast ekki, hvað geri ég þá?

  Prófaðu að endurræsa myndlykilinn eða tækið sem þú virkjaðir kóðann í. Ef það virkar ekki þarftu að hafa samband við þjónustuver Símans.

  Ég er búin að kaupa miða á tónleikana á Tix, og ég keypti miða fyrir myndlykil Vodafone, hvað geri ég nú?

  Þú getur annað hvort smellt á “Sækja miða” strax að kaupferli loknu eða sótt kóðann í kvittuninni sem þú færð senda frá [email protected] Kóðinn þinn er í miðanum (PDF skjal)

  Sækja miða úr kvittun í tölvupósti:

  Þú þarft að smella á “Sækja miða” neðst í póstinum.

  Næst þarftu að smella aftur á “Sækja miða”

   

  Til að virkja kóðann fyrir myndlykil Vodafone:

  1.   Þú ferð inn á eftirfarandi hlekk (https://kaup.vodafone.is/order?productId=41323) (Athugið: Fullt verð birtist í upphafsskrefinu en breytist þegar kóði er sleginn inn.
  2.   Þú smellir á „Áfram“ og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum.
  3.   Þú slærð inn kóðann í reitinn „Gjafakóði“ og smellir á „Virkja“. Ef kóðinn er í lagi þá fer verðið í 0 kr.
  4.   Þú smellir svo á „Staðfesta kaup“ og færð opnun á rás 901 í myndlyklinum þínum frá Vodafone.

   Á rásinni er ekkert efni til að byrja með en tónleikarnir hefjast svo á þessari rás 20:00 . 14. febrúar. Ef rásin fer ekki í gang þegar þú slærð inn kóðann vinsamlegast hafðu samband við Vodafone sem fyrst svo þau geti athugað málið og aðstoðað.

  Ég er búin að kaupa miða á tónleikana á Tix, og ég keypti miða fyrir streymi, hvað geri ég nú?

  Þú getur annað hvort smellt á Sækja miða strax að kaupferli loknu eða sótt kóðann í kvittuninni sem þú færð senda frá [email protected]

  Kóðinn þinn er í miðanum (PDF skjal)

  Sækja miða úr kvittun í tölvupósti:

  Þú þarft að smella á Sækja miða neðst í póstinum.

  Næst þarftu að smella aftur á Sækja miða.

  Til að virkja kóðann fyrir streymi:

  Get ég horft á tónleikana í snjallsímanum mínum eða spjaldtölvu?

  Þú getur horft á streymið í vafra í snjallsíma eða spjaldtölvu, ef þú ert með kóða frá Símanum geturðu notað appið þeirra, ef þú ert með kóða frá Vodafone þá geturðu notað Stöð 2 appið.

  Get ég notað Sjónvarp Símans appið?

  Já, þú getur gert það.

  Get ég notað Stöð 2 appið?

  Já það er hægt. Rásin mun opnast á Valentínusardag.

  Ég keypti miða á streymi. Get ég notað Chromecast eða Airplay?

  Já, það birtist lítill “Cast” hnappur neðst í spilaranum sem þú smellir á til að senda strauminn í sjónvarpið þitt. Skoðaðu leiðbeiningarnar sem fylgdu þínu tæki. Ef hnappurinn birtist ekki þarf kannski að skoða hvort tækið sé rétt tengt.

  Hér eru nokkrir hlekkir fyrir vinsæl tæki:

  Chromecast

  Airplay (Apple TV og iOS)

  Ef þú ert með Apple TV og Android síma geturðu prófað app á borð við AllCast.

  Verða tónleikarnir aðgengilegir í tímaflakki í myndlykil Vodafone?

  Já, þeir verða aðgengilegir í 48 klst eftir að tónleikum lýkur 14. febrúar. Eftir það verður ekki hægt að horfa á tónleikana, nema með því að kaupa þá aftur í gegn um VOD leiguna í myndlyklinum, á fullu verði.

  Verða tónleikarnir aðgengilegir í tímaflakki Sjónvarpi Símans?

  Já, þeir verða aðgengilegir í 48 klst eftir að tónleikum lýkur 14. febrúar. Eftir það verður ekki hægt að horfa á tónleikana, nema með því að kaupa þá aftur í gegn um VOD leiguna í myndlyklinum, á fullu verði.

  Ég keypti kóða fyrir Sjónvarp Símans. Get ég horft á tónleikana í snjallsímanum mínum eða spjaldtölvu?

  Þú getur horft á tónleikana í Síma appinu.

  Eru einhver fyrirtækjatilboð í boði?

  Já, sendu okkur skilaboð og taktu fram hver áætlaður fjöldi er: [email protected]

  Get ég keypt miða sem gjöf?

  Ekkert mál. Þú kaupir einfaldlega  miða á Tix.is og sendir heppnu manneskjunni kóðann, passaðu að velja þá leið til að horfa (streymi eða myndlyklar Símans eða Vodafone) sem hentar þeirri manneskju, það er ekki hægt að breyta eftir á. Streymiskóðar virka í hvaða nettengda tæki sem er, en Síma-kóðar virka eingöngu í myndlyklum Símans og Vodafone-kóðar virka eingöngu í myndlyklum Vodafone. Hver kóði gildir bara í einu kerfi.

  Verður hlé á tónleikunum?

  Nei, það verður ekkert hlé.

  Klukkan hvað byrja tónleikarnir?

  Þeir hefjast 14. febrúar kl. 20.

  Get ég keypt miða á tónleikana sjálfa?

  Nei, það er ekki hægt. Fjöldatakmarkanir leyfa ekki gesti á sýningunni þannig að það verða engir áhorfendur í salnum.

  Hvar fara tónleikarnir fram?

  Tónleikarnir fara fram heima í stofunni hjá þér.

  Verður hægt að spjalla við aðra tónleikagesti?

  Við verðum virk á Twitter meðan á útsendingu stendur, notaðu myllumerkið #bubbi og fylgdu

  okkur twitter.com/senaisland

  Get ég spólað til baka eða pásað útsendinguna í myndlykli Vodafone?

  Já, hægt er að spóla til baka og pása á meðan útsendingu stendur.

  Get ég spólað til baka eða pásað útsendinguna í Sjónvarpi Símans?

  Já, tónleikarnir verða aðgengilegir á tímaflakki um leið og þeir byrja og þar er hægt að spóla og pása að vild.

  Get ég spólað til baka eða pásað útsendinguna í gegn um streymi?

  Nei það er ekki hægt.

  Ef ég kaupi miða get ég horft á sýninguna seinna / þegar mér hentar? Get ég horft á tónleikana oftar en einu sinni?

  Tónleikarnir verða aðgengilegir í gegnum streymi í 48 klst eftir að þeim lýkur frá kl. 12 daginn eftir tónleika. Þeir verða einnig aðgengilegir í gegnum tímaflakk Vodafone og Símans í 48 klst eftir tónleika. Eftir 48 klst er hægt að kaupa aðgang að tónleikunum í gegnum myndlykla Símans og Vodafone, á fullu verði, eða í streymi á tix.is.

   

  Hvar get ég fengið tæknilega aðstoð sem varðar myndlykil Vodafone?

  Þú getur haft samband við þjónustuver Vodafone hér.

  Hvar get ég fengið tæknilega aðstoð sem varðar myndlykil Símans?

  Þú getur haft samband við þjónustuver Símans hér.

  Ég virkjaði kóðann í streymi en ég er búin að breyta um skoðun og núna vil ég horfa á tónleikana í annari tölvu, hvernig geri ég það?

  Þú þarft að fara í tölvuna sem þú virkjaðir kóðann í, fara á www.senalive.is/bubbi-streymi og smella á hnappinn í neðra hægra horni á síðunni og velja “Terminate session”. Nú er kóðinn laus og þú getur notað hann í öðru tæki.

  Ég virkjaði kóðann í einum myndlykli Vodafone en ég er búin að breyta um skoðun og núna vil ég horfa á tónleikana í öðrum myndlykli Vodafone, hvernig geri ég það?

  Hægt er að færa viðburðinn á milli Vodafone myndlykla á Mínum síðum.

  Ég virkjaði kóðann í einum myndlykli Símans en ég er búin að breyta um skoðun og núna vil ég horfa á tónleikana í öðrum myndlykli Símans, hvernig geri ég það?

  Þú getur ekki fært kóða á milli notenda eftir hann hefur verið virkjaður í myndlykli Símans, en þú getur farið með þinn myndlykil á annan stað (t.d. upp í bústað), tengt hann við sjónvarpið og notað hann þar. Kóðinn virkar bæði á aðallykil og aukalykla hvers notanda.

  Ég keypti kóða fyrir streymi. Get ég horft á tónleikana í snjallsímanum mínum eða spjaldtölvu?

  Já, þú getur horft á sýninguna í næstum hvaða vafra sem er í hvaða nettengda tæki sem er. Við mælum með Safari, Firefox, eða Chrome, vafrar í snjallsjónvörpum eru mjög misjafnir og við mælum frekar með að þú speglir t.d. síma eða tölvu í sjónvarp frekar en að nota vafra í snjallsjónvarpi.

  Ég keypti kóða fyrir myndlykil Vodafone. Get ég horft á tónleikana í snjallsímanum mínum eða spjaldtölvu?

  Já þú getur horft á þá í Stöð 2 appinu.

  Ég er ekki með myndlykil og keypti miða í gegnum Tix. Hvernig horfi ég á tónleika í sjónvarpinu mínu?

  Þú gerð á www.senalive.is/bubbi-streymi og slærð inn kóðann. Þú getur annað hvort tengt tölvuna við sjónvarpið í gegn um HDMI tengi, eða notað tæki á borð við Chromecast og Airplay. Skoðaðu leiðbeiningarnar sem fylgdu þínu tæki.

  Ég keypti kóða fyrir einn miðil en núna vil ég nota annan, virka allir kóðar á alla þrjá staði, þe. streymi, myndlykil Vodafone og myndlykil Símans?

  Nei, ef þú kaupir kóða fyrir einn miðil gildir hann bara fyrir þann miðil. Þú þarft að kaupa nýjan kóða ef þú vilt horfa á annan máta.

  Ég bý erlendis, get ég horft á tónleikana?

  Já, þú getur keypt miða að vefstreymi gegnum Tix hvaðan sem er í heiminum og horft á tónleikana í gegnum vafra. Þú þarft ekki VPN, og VPN getur jafnvel valdið því að streymið virki ekki.

  Get ég ekki keypt miða í gegn um myndlykilinn minn?

  Nei, það er ekki hægt, öll miðasala fer fram á tix.is.

  Hvar get ég keypt miða?

  Þú ferð á tix.is/bubbi og velur hvort þú viljir horfa á tónleikana á netinu, eða í gegnum myndlykil.

  Ef þú kýst að horfa á tónleikana í gegn um myndlykil hefurðu val um myndlykil Símans eða Vodafone. Þú einfaldlega velur þann möguleika sem hentar þér í kaupferlinu á Tix.

  Hvað kostar á tónleikana?

  Sérstakt forsöluverð er 2.200 kr. fyrir einn kóða sem virkar þá í streymi, myndlykil Vodafone, eða myndlykil Vodafone. Einn kóði virkar bara fyrir einn miðil, þú getur ekki notað kóða fyrir myndlykil Símans í myndlykil Vodafone, og svo framvegis.

 • Hlekkur á streymi

  Hlekkur á streymi er senalive.is/bubbi-streymi

   

  Þú getur annað hvort smellt á Sækja miða strax að kaupferli loknu eða sótt kóðann í kvittuninni sem þú færð senda frá [email protected]

  Kóðinn þinn er í miðanum (PDF skjal)

  Sækja miða úr kvittun í tölvupósti:

  Þú þarft að smella á Sækja miða neðst í póstinum.

  Næst þarftu að smella aftur á Sækja miða.

  Til að virkja kóðann fyrir streymi:

 • English

  English

  Bubbi will hold his Valentine’s day concert live from Hlégarður, which you can attend from the comfort of your living room. The stream is available globally and you can buy tickets here, just choose the option “Streymi”.

  The concert starts at 20:00 GMT, is about 90 minutes long, and Bubbi will play all greatest love songs from his incredible musical career, spanning four decades. 

  1. Click “Buy Tickets” on here.
  2. Click on the option “Streymi”
  3. Choose how many tickets you need (you only need one ticket for each screen) and click “Find Tickets”
  4. Complete the purchase journey
  5. Click “Get tickets” immediately  or if you want to do this later check your e-mail inbox for your ticket confirmation from [email protected] (if it does not arrive please check your spam folder) and click “Get tickets” and then “Get tickets” again on the website that opens.
  6. Your code is in line three on your ticket.
  7. Go to www.senalive.is/bubbi-streymi
  8. Click “Innleysa kóða” (Redeem Code)
  9. Enter your code in the dialog box. You’re done!