Back arrow

Duran Duran

Laugardalshöllin
25. júní 2019

VERÐSVÆÐI

A SVÆÐI:
18.900 kr.
B SVÆÐI:
14.900 kr.
A SVÆÐI:
0
B SVÆÐI:
0

Mynd af sal: http://bit.ly/ddsalur

Vinsamlegast athugið: Sena Live hefur tekið við framkvæmd fyrirhugaðra tónleika Duran Duran á Íslandi þann 25. Júní næstkomandi. Tónleikarnir verða færðir frá nýju Laugardalshöllinni yfir í gömlu Laugardalshöllina sem tekur 5.500 gesti. Með þessu geta aðdáendur sveitarinnar upplifað meiri nánd við sveitina. Miðaverðin eru þau sömu og áður. A svæði er á gólfinu næst sviðinu og B svæði fyrir aftan það á gólfinu fjær sviðinu. Ennfremur verður stúkan aftast í salnum notuð og býðst gestum með A miða að fá sér sæti þar. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir um sætin í stúkunni. A miðahafar hafa því nú tækifæri til að tryggja sér sæti aftast í höllinni eða einfaldlega njóta tónleikana á gólfinu næst sviðinu. Allir núverandi miðahafar fá tölvupóst sem inniheldur nýja miða á tónleikana. Ef einhver af einhverjum ástæðum óskar endurgreiðslu verður hún afgreidd um hæl.

Hin goðsagnakenda hljómsveit Duran Duran heldur tónleika í Laugardalshöll þann 25. Júní næstkomandi. Simon Le Bon spáir eftirfarandi: „Miðað við tónleikana okkar á Íslandi árið 2005 þá er öruggt að tónleikarnir 25. júní verði stórbrotinn fögnuður – algjör sprengja! Ég hlakka til að vaka alla nóttina eins og síðast.“

Meðlimir hljómsveitarinnar snúa aftur til Íslands til að spila fyrir sína fjölmörgu aðdáendur hér á landi á þessum sérstöku sumartónleikum. Margir aðdáendur sveitarinnar eiga ógleymanlegar minningar frá tónleikum þeirra í Reykjavík fyrir 14 árum síðan. 

Duran Duran er án nokkurs vafa ein áhrifamesta hljómsveit tónlistarsögunnar. Ferillinn spannar fjóra áratugi og á þeim tíma hafa þeir selt yfir 100 milljónir platna, unnið tvö Grammy verðlaun, tvö Brit verðlaun, sjö Lifetime Achievement Awards og fjölda annarra verðlauna. Þeir skutust með ógnarhraða upp á stjörnhumininn og urðu heimsþekktir að því er virtist á einni nóttu, en hafa svo reynst ósigrandi og óstöðvandi, lifað samferðarmenn sína og ávalt verið trúir nýsköpun. Aðferðafræðin þeirra, að bræða saman popp tónlist, tísku, tækni og list – hefur alltaf verið á undan sínum samtíma og það sjást engin merki um þeir séu að fara hægja ferðina. Á milli þess sem þeir koma fram á sérvöldum tónleikum á þessu ári, vinna þeir að nýrri plötu ásamt því að undirbúa nokkur sérverkefni í tilefni af 40 ára starfsafmæli sveitarinnar.

+ Lestu meira

Hagnýtar upplýsingar:

  • Miðaverð verður það sama og áður:
    • A svæði: 18.900 kr. (gólf næst sviðinu eða sæti aftast í salnum sem eru eigöngu í boði fyrir A miðahafa. Fyrstur kemur, fyrstur fær gildir í sætin).
    • B Svæði: 14.900 kr (gólf á bak við A svæði, fjær sviðinu)
  • Húsið opnar klukkan 19:00. Duran Duran stígur á svið 20:30. Tónleikum lýkur um 22:00. (Dagskrá getur riðlast og er birt með fyrirvara.)
  • Aldurstakmark: Fólk undir 18 ára verður að vera í fylgd með forráðamanni