Eddie Izzard í Eldborg: Wunderbar
Harpa - Eldborg
31. mars 2019

Eddie Izzard kemur með Wunderbar til Íslands 31. mars. Aðeins er um þessa eina sýningu að ræða, verðsvæðin eru fimm og miðarnir kosta frá 6.990 kr.
Fyrir fimm árum sló Eddie öll met með heimstúrnum sínum Force Majeure, þar sem hann kom fram í 45 löndum (þar á meðal öllum 50 fylkjum Bandaríkjanna) á fjórum tungumálum. Nú hefur hann heimstúr á ný með glænýja sýningu sem er á aðeins persónulegri nótum en áður. Meðal umfjöllunarefna að þessu sinni er hans súrrealíska sýn á heiminn, ástin, saga mannkyns og hans eigin “kenning um alheiminn.”
“Það styttist í að ég þurfi að skreppa og sinna pólitískum skyldum mínum. Áður en ég geri það langar mig að gefa áhorfendum út um allan heim besta uppistand sem ég get gert, sérstaklega á tímum Brexit og Trump haturs. Nýja sýningin mín er um all milli himins og jarðar, allt frá mannfólki síðustu 100,000 árin, til talandi hunda og ofurhetja. Ég hlakka til að koma og sjá alla aftur.”
– Eddie Izzard
Sýningin gæti innihaldið gróft og hugmyndaríkt orðalag *
* Sýningin er ekki við hæfi nasista
Wunderbar sýningin byrjaði að þróast þegar Eddie kom fram á La Nouvelle Seine, sem er ferðaleikhús við Signu. Þar byrjaði hann að spinna sýninguna á frönsku. Þegar hann byrjaði svo að koma fram í Þýskalandi hélt sýningin áfram að þróas, en nú á þýsku, og hann endaði svo með því að að klára hana á ensku. (Að sjálfsögðu verður sýningin á ensku þegar hann kemur fram á Íslandi.)
Eddie Izzard er einn virtasti grínisti heims. Sýningar hans hafa selst upp út um allan heim, all frá Shanghai til Mumbai, og þar með talið sýningar í Madison Square Garden og The Hollywood Bowl.
Sjá mynd af sal HÉR