Back arrow

Því miður hefur sýningu Ilizu Shlesinger verið aflýst.

Því miður hefur sýningu Ilizu Shlesinger verið aflýst, þar sem sýningin sem átti að vera í Háskólabíó þann 7. apríl stangast á við upptökur á kvikmynd sem hún mun leika í.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið.

Iliza hefur sett inn myndband á sína samfélagsmiðla þar sem hún biður íslenska aðdáendur afsökunar og útskýrir málið. Stefnan er að setja upp nýja sýningu á Íslandi sem fyrst.

Okkur þykir þetta gríðarlega leitt og enn og aftur biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Tix.is hefur nú þegar sent póst á alla kaupendur til að láta vita að sjálfvirkar endurgreiðslur eru hafnar. Ef sá póstur hefur ekki borist kaupendum eða eitthvað er óljóst varðandi endurgreiðslur, þá endilega hafa samband sem fyrst við Tix:  info@tix.is.