
Jól með Sissel 2018
Sissel valdi Rebekku til syngja með sér á sviði
Sissel valdi Rebekku til syngja með sér á sviði
Sissel auglýsti nýverið eftir umsækjendum til að stíga með sér á svið á jólatónleikum sínum víðsvegar um Norðurlöndin og sóttu fjölmargir um. Hér á Ísalndi varð Rebekka Ingibjartsdóttir fyrir valinu og mun hún koma fram með Sissel á tvennum tonleikum í Eldborg 19. desember.
„Að syngja með átrúnaðargoðinu Sissel Kyrkjebø er draumur sem ég átti aldrei von á að upplifa. Hvað þá að fá að syngja með henni á jólatónleikum í Hörpu, fyrir framan Íslendinga og alla fjölskylduna,“ sagði Rebekka við blaðamann Morgunblaðsins.
Leitað var að söngvara ættuðum frá hverri þeirri borg á Norðurlöndunum þar sem Sissel verður með jólatónleika. En svo kom í ljós að Rebekka býr í Osló þar sem hún stundar nám í söng og kórstjórn.
Það væri því hæglur leikur fyrir Sissel og Rebekku að hittast og undirbúa tónleikana Íslandi. Gerðu þær það daginn og fór afskaplega vel á með þeim.