fbpx
Back arrow

Jólagestir Björgvins 2019

Jólastjarnan 2019

Jólastjarnan 2019

Jólastjarnan 2019 er Matthildur Sveinsdóttir!

Jólastjarnan 2019 hefur verið valin og sú heppna heitir Matthildur Sveinsdóttir.  Á annað hundrað krakka sótti um að fá að vera með en á endanum voru 12 ungir og efnilegir söngvarar valdir af dómnefnd til að taka þátt í keppninni í ár.  Allir keppendur stóðu sig með prýði en Matthildur Sveinsdóttir heillaði dómnefndina upp úr skónum en hún söng lögin Eitt sinn rétt fyrir jólin og Gefðu allt sem þú átt. Matthildur er 14 ára og gengur í Ingunnarskóla og æfir ballett í Listdansskóla Íslands. Foreldrar hennar eru þau Sveinn Tryggvason og Linda Pálsdóttir og systur hennar eru þær Arnheiður og Brynja.