Back arrow

Kevin Hart í Laugardalshöll

Laugardalshöllin
4. september 2018

UPPSELT

A+ svæði:
13.990 kr.
Uppselt
A svæði:
10.990 kr.
Uppselt
B svæði:
9.990 kr.
Uppselt
C svæði:
7.990 kr.
Uppselt
A+ svæði:
0
A svæði:
0
B svæði:
0
C svæði:
0

DAGSKRÁ KVÖLDSINS
19:00 – Húsið opnar
20:00 – Joey Wells
20:10 – Will “Spank” Horton
20:25 – Na’im Lynn
20:45 – Kevin Hart
22:00 – Áætlaður endir*
*Dagskráin getur riðlast og er birt með fyrirvara

REGLUR VARÐANDI SÍMA, MYNDAVÉLAR OG UPPTÖKUTÆKI

ÖLL NOTKUN FARSÍMA ER BÖNNUÐ INN Í SAL, FYRIR SÝNINGU OG Á MEÐAN HENNI STENDUR.

EF ÞÚ BRÝTUR REGLURNAR VERÐUR ÞÉR VÍSAÐ Á DYR UMSVIFALAUST.

Eftirfarandi aðgerðir á símanum þínum eru með öllu bannaðar fyrir sýningu og á meðan henni stendur:
– SENDA TEXTASKILABOÐ
– TALA Í SÍMANN
– TAKA MYNDIR
– TAKA UPP VIDEO
– ALLT SEM VIÐKEMUR SAMFÉLAGSMIÐLUM

ENGAR VIÐVARANIR. ENGAR ENDURGREIÐSLUR.

Í lok sýningar mun Kevin bjóða gestum að taka mynd.

+ Lestu meira

—————————-

Kevin Hart hefur skapað sér nafn sem einn helsti grínisti, skemmtikraftur, höfundur og viðskiptamaður afþreyingarbransa samtímans.

Nú leggur hann af stað í einn allra stærsta gríntúr fyrr og síðar og við erum svo heppin að fá stórstjörnuna til Íslands með nýju sýninguna sína, nánar tiltekið í Laugardalshöll þann 4. september.

Hart ákvað mjög ungur að gerast skemmtikraftur, þegar hann vann sem skósölumaður í heimabænum í Pennsylvaniu. Ekki leið á löngu þangað til að húmor hans, orka og persónuleiki hitti í mark hjá áhorfendum. Eftir rafmagnaðar viðtökur á skemmtistað í Philadelphiu og ákvað hann að hætta í vinnunni og gerast grínisti af fullri alvöru. Þá varð hann fastagestur á skemmtistaðnum Boston Comedy Club og stækkaði aðdáendahópur hans hratt í kjölfarið.

Hart er fyrsti uppistandarinn til þess að selja upp öll sætin á NFL velli í Bandaríkjunum og seldust rúmlega 50,000 miðar alls á eina sýningu. Út fyrir heimalandið hefur eftirspurnin ekki verið síðri og hefur Hart náð að stútfylla ófáar sýningar á afar skömmum tíma, samanlagt yfir 150,000 miðar í Evrópu.

Í fyrra gaf hann út bókina I Can’t Make This Up: Life Lessons, sem sat í efsta sæti metsölulista New York Times, tíu vikur í röð. Einnig sló hún met hjá hljóðbókaveitunni Audible og seldist í yfir 100 þúsund eintökum á einum mánuði.

Hart hefur verið sérlega áberandi í Hollywood undanfarin ár og slegið í gegn í myndum eins og Get Hard, Central Intelligence og nýlega stórsmellinum Jumanji: Welcome to the Jungle. Sú mynd sem halaði inn rúmar 500 milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu og er þegar hafin vinna að framhaldsmynd.

Nýja sýningin hans, Irresponsible, er hlaðin kostulegum sögum, beittum húmor og hefur hvarvetna fengið frábærar viðtökur. Því óhætt að lofa þeim sem mæta í Höllina 4. september, útkeyrðum hláturtaugum að henni lokinni.