Back arrow

Nýárstónleikar | Schönbrunn Palace Orchestra

Harpa - Eldborg
13. janúar 2018

Fimm verðsvæði í boði

Verð frá:
6.990 kr.
Verð frá:
0

TÓNLEIKARNIR ERU 2,5 TÍMAR MEÐ EINU HLÉI

Hin heimsfræga Schönbrunn Palace Orchestra frá Vín mun koma fram í Eldborg í Hörpu laugardaginn 13. janúar 2018. Aðeins fremsta tónlistarfólk og einsöngvarar Vínarborgar munu koma fram á þessum glæsilegu tónleikum, sem eru partur af tónleikaferðalagi sveitarinnar um Skandinavíu.

Efnisskrá tónleikanna er byggð á geysivinsælum sjónvarpstónleikum sveitarinnar sem sendir hafa verið út árlega á Nýársdag seinustu 60 ár.

Á nýjasta tónleikaferðalagi sínu mun Schönbrunn Palace Orchestra heimsækja allar helstu tónleikahallir Skandinavíu. Tryggðu þér miða á þennan heimsklassaviðburð sem lætur engan ósnortinn. Þeir sem fylgst hafa með ferli sveitarinnar ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum, en hún mun leika allar sínar bestu og þekktustu útsetningar, þ.á.m. hinn hressilega Radetzky mars eftir Johann Strauss.

+ Lestu meira

Yfir annasamasta ferðamannatímann heldur hljómsveitin tónleika á hverjum degi í Orangery höllinni, en þeir eru þekktir fyrir að trekkja að fjölda ferðamanna til Schönbrunn á ári hverju. Hljómsveitin ferðast einnig árlega til Japan, Ástralíu, Bandaríkjanna, Suður-Ameríku og Rússlands, og sammælast gagnrýnendur um að „enginn spili Vínartónlist eins og Vínarbúar“. Það er því mikill heiður að bjóða Schönbrunn Palace Orchestra sveitina velkomna til Íslands.

Barítón: Wolfgang Schwaiger
Sópran: Mara Mastalir
Stjórnandi: David Scarr

 • Schönbrunn – Stjórnandi

  David Scarr

  David Scarr er fæddur í Suður–Afríku og hlaut sína fyrstu tónlistarmenntun í kórastarfi. Hann er með BA í tónlist frá Nelson Mandela Metropole háskólanum í Port Elizabeth auk þess sem hann er með hornleikarapróf á franskt horn ásamt kennsluréttindum á málmblásturshljóðfæri frá Royal School of Music í London og Háskóla Suður–Afríku.

  Eftir fimm ára starf í Cape Town þar sem hann stýrði Beau Soleil Orchestral Music Centre tónlistarmiðstöðinni hélt hann áfram námi við Vienna Conservatoire, en hann útskrifaðist þaðan með ágætiseinkunn árið 1994.

  David Scarr hefur sinnt starfi tónlistarstjóra á sviðum óperu–, kór–, sinfóníu– og kammertónlistar í Suður–Afríku, Ástralíu, Portúgal, Rúmeníu, Slóvakíu og á Spáni. Scarr hefur tekið þátt í og stýrt fjölda heimsfrumflutninga á bæði óperum og sinfóníum, en þátttaka hans í óperu Suður–Afríska tónskáldsins Roelof Temmingh, „Buchuland“, hlaut einróma lof gagnrýnenda um heim allan.

  Hann hefur tekið upp verk fyrir austurríska, slóvakíska og suður–afríska útvarpið, Classic FM og Fine Music Radio. Hann starfaði sem hornleikari um sex ára skeið með Vienna Chamber Orchestra, þar sem hann vann meðal annars með Sir Neville Marriner, Phillipe Entremont, Heinz Holliger og Heinrich Schiff ásamt því að vera mjög eftirsóttur í ýmis störf á eigin vegum.

  Á árunum 2002–2007 gegndi David Scarr stöðu prófessors og deildarstjóra við tónlistardeild Rhodes University í Grahamstown í Suður–Afríku. Að því loknu sneri hann til baka til Vínar, þar sem hann býr enn, en seinustu ár hefur hann bæði komið fram og kennt víðsvegar um heiminn.

  David Scarr er gestastjórnandi Schönbrunn Palace Orchestra.