fbpx
Back arrow

Nick Offerman

Háskólabíó
10. maí 2020

Miðaverð

Númeruð sæti:
6.990 kr.
Númeruð sæti:
0

ÖRFÁ SÆTI LAUS.

ATH: Leiðrétt dagsetning.

Leikarinn, höfundurinn og trésmiðurinn Nick Offerman heldur uppistand í Háskólabíói 10. maí. Nick er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem hinn óborganlegi Ron Swanson í geysvinsælu grínþáttunum Parks & Recreation, sem Karl Weathers í verðlaunaseríunni Fargo og sem einn þáttastjórnenda Making It á NBC. 

Hann hefur einnig skrifað fjórar mestölubækur sem trónuðu á New York Times metsölulistanum. Í frítíma sínum má finna hann í tréverkstæði í Los Angeles þar sem hann smíðar handgerða hluti eins og húsgögn, kanó og ukulele. 

Nick Offerman er nú að túra um heiminn með nýju sýninguna sína, ALL RISE, en hann fór með hana til 37 borga um Bandaríkin árið 2019. Um er að ræða einstaka kvöldstund þar sem málin eru rædd og létt dansspor eru tekin sem fá þig til að flissa og hvetja þig til að upplifa betri hlið mannkynsins en þá sem við erum vön. 

Miðaverð er aðeins 6.990 kr. og einungis er selt í númeruð sæti.

 • Leiðrétt dagsetning

  Þau leiðu mistök urðu að Nick Offerman sýningin í maí var tilkynnt og sett í forsölu í morgun á rangri dagsetningu, eða 5. maí.

  Hið rétta er að sýningin er 10. maí.

  Dagsetningunni hefur nú þegar verið breytt í Tix kerfinu og ef þú sækir miðana þína núna þá er rétt dagsetning, 10. maí á þeim.

  Ef þú hafðir þegar sótt miðana og á þeim stendur 5. maí, þá gilda þeir samt sem áður á sýninguna 10. maí, en við hvetjum alla til að sækja sér miða með réttri dagsetningu, sama kvittun gildir áfram.

  Ef þú kemst ekki 10. maí þá stendur þér að sjálfsögðu til boða að hafa samband við Tix og og fá endurgreitt að fullu.

  Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessum mistökum og þeim óþægindum sem þau kunna að hafa valdið.