Back arrow

Russell Peters í Eldborg

Harpa - Eldborg
30. maí 2018

FJÖGUR VERÐSVÆÐI

A+ svæði:
11.990 kr.
A svæði:
9.990 kr.
B svæði:
8.990 kr.
C svæði:
6.990 kr.
A+ svæði:
0
A svæði:
0
B svæði:
0
C svæði:
0

Leikarinn, höfundurinn og uppistandarinn Russell Peters er þekktur fyrir hnyttna brandara um staðalmyndir, fordóma, skrautlega hegðun fólks og margt fleira. Hann er með beittan húmor, hressilega einlægni og þann skemmtilega vana að að gera áhorfendur að þátttakendum í sýningunni.

Nú heimsækir hann Ísland í fyrsta sinn með sýningunni Deported, sem er stútfull af splunkunýju efni, til að kitla hláturtaugar íslendinga með stæl í Eldborg þann 30. maí.  Þetta er hans stærsta ævintýri til þessa en Peters mun ferðast um allan heim með sýninguna vel inn í árið 2019. Á meðal áfangastaða eru Ástralía, Malasía, Japan, Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð, Holland, Bretland, Afríka og lætur það að sjálfsögðu ekki vera að staldra við á Íslandi til að þess sýna sínar bestu hliðar.

Grínistinn Jake Johannsen mun hita upp á Deported túrnum en hann er einn af af uppáhalds grínistum Dave Letterman.

+ Lestu meira

Um Russell Peters:

Þjóðerni og bakgrunnur Peters spilar stóran þátt í uppistöndum hans. Sem krakki varð hann fyrir einelti og er hann ófeiminn við að tjá sig um það, en hann æfði hnefaleika til þess að geta slegið frá sér eineltishrottana.

Peters vakti fyrst athygli með kanadíska gamanþættinum Comedy Now sem sló í gegn á YouTube og spratt upp farsæll ferill hjá leikaranum í beinu framhaldi af því.  Peters hefur síðan komið víða við í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og troðfyllt sýningar um allan heim.

Árið 2007 var hann fyrsti uppistandarinn til þess að selja upp Air Canada Centre í Toronto og seldi yfir 30,000 miða með tveimur sýningum samtals. 2014 fór hann svo af stað með uppistandstúrinn Almost Famous sem endaði á því að halaði inn um 300.000 áhorfendur á rúmlega 200 sýningum í 30 löndum. Almost Famous sýningin sló svo í gegn á Netflix og en þessa dagana fer Peters þar á kostum í þáttunum The Indian Detective, sem hann framleiðir sjálfur auk þess að leika aðahlutverkið ásamt Anupam Kher (The Big Sick, Silver Linings Playbook), William Shatner (Star Trek), Christina Cole (Suits, Casino Royale) og Mishqah Parthiephal (Keeping Up with the Kandasamys).

Að auki leikur hann stórt hlutverk í þremur væntanlegum kvikmyndum; The Clapper með Ed Helms, Amanda Seyfried og Tracy Morgan, Supercon með Ryan Kwanten og John Malkovich, og Public Schooled með Judy Greer.