Back arrow

Trevor Noah í Laugardalshöll

Laugardalshöllin
6. maí 2022

Miðaverð

A+ svæði:
15.990 kr.
Uppselt
A svæði:
12.990 kr.
B svæði:
11.990 kr.
C svæði:
8.990 kr.
Uppselt
A+ svæði:
0
A svæði:
0
B svæði:
0
C svæði:
0

Mynd af sal: bit.ly/tnsalur

VIÐBURÐURINN HEFUR VERIÐ FÆRÐUR TIL 6. MAÍ 2022 VEGNA COVID-19 FARALDURSINS OG AFLEIÐINGA HANS.

EF ÞESSI NÝJA DAGSETNING HENTAR EKKI GETA MIÐAHAFAR ÓSKAÐ EFTIR ENDURGREIÐSLU FYRIR 26. APRÍL MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA BEIÐNI Á [email protected]

TAKK FYRIR ÞOLINMÆÐINA OG SKILNINGINN.


Hinn eini sanni Trevor Noah er á leiðinni til Íslands. Trevor er þekktasti grínisti Afríku, þáttastjórnandi Emmy verðlaunaþáttanna The Daily Show, hefur selt upp sýningar í fimm heimsálfum og hefur skrifað, framleitt og farið með aðalhlutverkið í átta grín sérþáttum (e. comedy special), en sá nýjasti er Son of Patricia á Netflix. Hann er þekktur um allan heim fyrir að taka á pólítik og fréttum samtímans með innsæi og húmor sem hittir í mark.

Listinn yfir verðlaun sem hann og þáttur hans hafa hlotið eða verið tilnefnd til er langur, en þar á meðal má nefna GLAAD, Writers Guild Award, NAACP, MTV Movie & TV Awards, Creative Arts Emmy Award og Primetime Emmy. Hann hefur verið nefndur sem einn af 100 áhrifamestu manneskjum heims af Time og einn af 35 áhrifamestu fjölmiðlamönnum heims af The Hollywood Reporter.

Trevor er fæddur í Suður-Afríku, á suður-afríska móður og hvítan föður af Evrópuættum. Hjónaband foreldra hans var ólöglegt á tímum aðskilnaðarstefnunnar og þurftu þau að halda því leyndu, en uppeldi hans er oft stór hlutu af uppistandinu þar sem hann deilir reynslu sinni og sögum frá æsku. 

Fjögur verðsvæði verða í boði í Laugardalshöll:
A+ svæði: 15.990     (appelsínugult á mynd)
A svæði:   12.990   (rautt á mynd)
B svæði:   11.990   (blátt á mynd)
C svæði:     8.990 (grænt á mynd)