Íbúar dreifbýlis, íslendingar sem hafa gefist upp og flutt af landi brott, félagsfælnir, ungbarnaforeldrar, sóttkvíarfólk og aðrir sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna komast ekki í Háskólabíó. Bið ykkar er á enda, nú getiði upplifað Jülevenner 2021 með stafrænum hætti í gegnum streymi NOVA TV.
Jülevenner Emmsjé Gauta er sannkölluð jólakeyrsla þar sem vinsælustu skemmtikraftar þjóðarinnar sameinast fyrir tilstuðla alþjóðlegra stórfyrirtækja í algjörri jólaveislu þar sem popptónlist, leikþættir og almenn jólagírun ræður ríkjum.
Í hinum stafræna heimi verða tónleikarnir aðgengilegir í NovaTV appinu í Apple TV, Android TV, iPhone, Android og á vefnum novatv.is. Eina sem þú þarft er nettenging og þú færð jólin heim í stofu til þín.
Þitt er valið – þú getur mætt á tónleikana í Háskólabíói eða notið tónleikanna heima í stofu.
Í ár eru Jülevenner Gauta:
Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns, Herra Hnetusmjör, Pétur Jóhann ofl.
Hljómsveit Jülevenner er ekki af verri endanum en hana skipa:
Magnús Jóhann Ragnarsson, Vignir Rafn Hilmarsson, Matthildur Hafliðadóttir, Rögnvaldur Borgþórsson, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Björn Valur Pálsson og Steingrímur Teague.
Fáið ykkur Nova TV appið, Tuborg Jülebryg, Dominos pizzu og ryksuguróbot frá MI Iceland og þá geta jólin komið til þín!
Gleðileg Jül!
Athugið:
- Atriði í sýningunni eru ekki við hæfi barna.
- Vegna sóttvarnarráðstafana var sýningin 22. des kl. 20 tekin upp og verður hún send út í streymi 23. des kl. 20.