skip to content

Liðinn viðburður

Red Hot Chili Peppers í Nýju-Höllinni

Red Hot Chili Peppers eru á leiðinni til Íslands í fyrsta skipti og ætla sér að halda veglega tónleika í Nýju-Laugardalshöll þann 31. júlí. Íslenska sveitin Fufanu hitar upp.

Red Hot Chili Peppers eru ein af farsælustu rokkböndum sögunnar og hefur selt yfir 60 milljón plötur (þeirra á meðal eru fimm platínumplötur). Meðlimir eru Anthony Kiedis (söngur), Flea (bassi), Chad Smith (trommur), og Josh Klinghoffer (gítar). Undir flaggi sveitarinnar hafa þeir unnið sex Grammy-verðlaun; fyrir bestu rokkplötuna (Stadium Arcadum), besta tónlistarflutning hljómsveitar („Dani California“), besta rokklagið („Scar Tissue“) og besta rokkflutning með söng („Give It Away“).

Þeir eru þekktir fyrir magnaða tónleika og fara alltaf hamförum á sviðinu þannig að það má búast við einstökum viðburði 31. júlí í Nýju-Höllinni.

Dagsetning

31. júlí 2017

Staður

Nýja Laugardalshöllin

Hlekkir