skip to content

Liðinn viðburður

Capturing Pablo – Umræður

Stígðu inn í heim “DEA” fulltrúanna Javier Pena og Steve Murphy, mannanna sem handsömuðu einn afkastamesta og hættulegasta eiturlyfjabarón heims: Konung kókaínsins, sjálfan Pablo Escobar. Saga þeirra var innblásturinn að þáttunum NARCOS sem slógu rækilega í gegn á Netflix. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson stjórnar umræðunum.

Í þáttunum segir frá risi og falli Medellín fíkniefnahringsins þar sem Pablo Escobar var höfuðpaurinn og barðist fyrir því að viðhalda völdum sínum sem kóngur kókaínheimsins.

Pena og Murphy munu ræða málið fyrir áhorfendum ásamt Jóhannesi Hauki og segja frá því hvernig þeim tókst að fella Pablo Escobar. Í umræðum kvöldsins munu þeir upplýsa okkur um ýmis atriði sem ekki komu fram í þáttunum og taka við spurningum úr sal.

Dagsetning

14. maí 2017

Staður

Harpa Silfurberg

Hlekkir