skip to content

Liðinn viðburður

Making a Murderer – Umræður

Lögfræðingarnir Dean Strang og Jerry Buting úr Netflix þáttunum Making a Murderer spjalla um þættina og málið við Berg Ebba og áhorfendur, í Silfurbergi Hörpu.

Umræðan sem skapaðist eftir að bandarísku heimildaþættirnir Making a Murderer duttu inn á Netflix fór ekki fram hjá neinum. Allir höfðu skoðun á málinu, málsmeðferðinni hvernig framleiðendur þáttanna fjölluðu um málið.

Lögfræðingar Stevens, þeir Dean Strang og Jerry Buting, voru hetjur þáttanna og gagnrýndu harðlega hvernig lögregla, lögfræðingar og dómskerfið meðhöndlaði málið.
Þeir félagar, Dean og Jerry, urðu í kjölfar þáttanna óvænt að hálfgerðum stjörnum víða um heim og umræður á netinu um um þá félaga fór um víðan völl, allt frá réttlætiskennd þeirra og tilfinninganæmi yfir í fatasmekk og jú, eitthvað var rætt um kynþokka. En báðir voru sammála um að eiginkonum sínum fyndist það sprenghlægilegt!
Nú er tækifærið til að fá svör við öllum þeim spurningum sem brenna enn á vörum okkar um málið og þættina!

Dagsetning

26. mars 2017

Staður

Harpa Silfurberg

Hlekkir