Goðsögnin, grínarinn, gleðigjafinn og gullbarkinn Laddi verður 70 ára 20. janúar 2017. Af því tilefni verður blásið til stórglæsilegra afmælistónleika daginn eftir stóra daginn, nánar tiltekið laugardaginn 21. janúar í Eldborg, Hörpu.
Farið verður yfir ótrúlegan feril Ladda í máli og myndum og að sjálfsögðu verða húmorinn og tónlistin í fyrirrúmi. Laddi hefur í gegnum tíðina samið fjölmörg gríðarlega vinsæl lög og mörg þeirra eru fyrir löngu orðin hluti af þjóðarsálinni: lög sem allir landsmenn þekkja og geta raulað með. Það má því teljast til tíðinda að þetta verður í fyrsta sinn sem Laddi heldur hreinræktaða tónleika.
Af þessu tilefni kemur fram stórskotalið söngvara og landslið hljóðfæraleikara ásamt samferðarmönnum og vinum Ladda í gegnum árin. Jón Ólafsson stjórnar hljómsveitinni og útsetur og Björn G. Björnsson sér um sviðssetningu og handrit.
Eftirtaldir söngvarar koma fram ásamt Ladda:
Eyþór Ingi
Eyjólfur Kristjánsson
Bjartmar Guðlaugsson
Sigga Beinteins
Sigríður Thorlacius
Sérstakir gestir eru:
Björgvin Halldórsson
Haraldur Sigurðsson (Halli)
Hjörtur Howser
Hljómsveitina skipa:
Jón Ólafs – Hljómborð, tónlistar-og hljómsveitarstjórn
Andri Ólafsson – Bassi, raddir
Bassi Ólafsson – Trommur, slagverk
Haraldur V. Sveinbjörnsson – Hljómborð, gítar, raddir
Kjartan Hákonarson – Trompet, slagverk, raddir
Matthías Stefánsson – Gítar, mandólín, banjó, fiðla
Samúel Jón Samúelsson – Básúna, slagverk, raddir
Vilhjálmur Guðjónsson – Gítar, mandólín, saxófónn, raddir