skip to content

Liðinn viðburður

Eivør útgáfutónleikar

Þriðjudaginn 21. ágúst gefur Eivör út nýja plötu með 10 nýjum lögum sem öll eru á ensku. Af því tilefni verða farið í tónleikaferð, fyrst um Ísland og svo Danmörku, þar sem nýju lögin verða í brennidepli.
Á nýju plötunni komumst við nær Eivöru en nokkru sinni áður. Innblásturinn kemur víða að; úr æsku Eivarar, ástinni, umróti og tómarúminu sem fráfall ástvinar skilur eftir.
Nokkur laganna voru samin fyrir rúmu ári síðan, stuttu eftir að faðir Eivarar féll skyndilega frá og hefur sá atburður sett mark sitt á tónlist hennar. Á sama tíma og skynja má hinn djúpa söknuð í lögunum eru þau full af von, ljósi og sátt. Platan er framleidd af Eivöru og eiginmanni hennar, Tróndi Bogasyni.
Tónleikarnir í Hörpu eru aðalútgáfutónleikar plötunnar hérlendis og fara fram föstudaginn 31. ágúst í Silfurbergi. Eivör mun þar frumflytja nýju lögin sín hér á landi ásamt hljómsveitinni sinni, en hana skipa:
Mikael Blak – Bassi
Jeppe Gram – Trommur
Magnus Johannesen – Hljómborð
Tróndur Bogason – Hljómborð
Hér eru á ferðinni fyrstu tónleikar Eivarar í Hörpu og má búast við ógleymanlegri kvöldstund þar sem tónleikagestir fá tækifæri, fyrstir allra, til að heyra lögin af nýju plötunni í flutningi Eivarar og hljómsveitar.

Dagsetning

27. febrúar 2016

Staður

Harpa

Hlekkir