skip to content

Liðinn viðburður

Rúnar Júl 70

Rúnar Júlíusson hefði orðið sjötugur í ár og af því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs í Háskólabíói laugardaginn 31. október. Þessir tónleikar fylltu Stapann í Keflavík tvisvar í maí síðastliðnum og koma nú til Reykjavíkur vegna fjölda áskoranna.

Á tónleikunum verður ferill Hr. Rokks rakinn í máli, myndum og músik undir léttri leiðsögn fjölskyldu Rúnars ásamt einvala liði söngvara og hljóðfæraleikara.

Valdimar Guðmundsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Magni Ásgeirsson og Salka Sól munu flytja öll bestu lög Rúnars ásamt sérvalinni rokksveit undir styrkri stjórn Jóns Ólafssonar. Og fjölmargir af nánustu ættingjum Rúnars spila stórt hlutverk í tónleikunun: sonurinn Júlíus er á trommunum, sonurinn Baldur er sögumaður og öll sex barnabörn Rúnars koma fram en ekki verður upplýst hér nánar um það.

Rúnar var þekktur fyrir söng og bassaleik með mörgum af þekktustu rokkhljómsveitum Íslandssögunnar en hans er einnig minnst fyrir elju, hvatningu til ungra listamanna, húmor og einstaka ljúfmennsku. Á tónleikunum fáum við að heyra hvaðan lögin koma, nokkrar góðar bransasögur og ekki síst söguna á bak við manninn.

Söngvarar:
Eyþór Ingi
Magni
Salka Sól
Valdimar

Sérstakir gestir:
Gunnar Þórðarson
Bergþór Morthens
Þórir Baldursson

Liðsskipan:
Trommur: Júlíus Freyr Guðmundsson
Bassi: Ingi Björn Ingason
Gítarar: Tryggvi Hubner, Birkir Rafn Gíslason, Björgvin Ívar Baldursson
Bakrödd: Lilja Björk Runólfsdóttir
Orgel og hljómsveitarstjórn: Jón Ólafsson
Sögumaður: Baldur Þórir Guðmundsson
Myndskreytingar: Davíð Örn Óskarsson

Dagsetning

31. október 2015

Staður

Háskólabíó

Hlekkir