skip to content

Liðinn viðburður

Justin Timberlake í Kórnum

Hinn eini sanni Justin Timberlake kemur fram hérlendis sunnudaginn 24. ágúst á sannkölluðum risatónleikum, ásamt hljómsveit sinni The Tennessee Kids. Tónleikarnir verða haldnir í Kórnum í Kópavogi, sem verður þar með einn af viðkomustöðum á heimstónleikaferðalagi söngvarans.

Það er óhætt að fullyrða að Timberlake sé á hátindi ferilsins um þessar mundir, en metsöluplötur söngvarans, The 20/20 Experience og The 20/20 Experience – 2 of 2, tóku yfir vinsældalista um allan heim á síðasta ári. Nú gefst Íslendingum til að sjá og heyra Timberlake flytja tónlistina sína á stórfenglegum tónleikum.

Timberlake hefur hefur notið feiknamikillar hylli frá því seint á níunda áratugnum og er þekktur fyrir sérstaklega glæsilega tónleika. Á því verður engin ungantekning þegar hann stígur á svið í Kórnum, enda má búast við her tækni- og listamanna til landsins. Með tónleikunum verður Kórinn vígður sem tónleikastaður, en höllin er kjörinn vettvangur fyrir tónleika af þessari stærðargráðu.

Dagsetning

24. ágúst 2014

Staður

Kórinn

Hlekkir