Sam Beam hefur samið og flutt lög undir nafninu Iron & Wine í meira en áratug. Hann hefur náð að fanga bæði tilfinningar og ímyndunarafl hlustenda sinna með alveg einstaklega hugljúfri tónlist við eigum von á notalegri stund í Eldborg þann 14. janúar þar sem Iron & Wine flytur öll sín helstu lög sem þykja bæði falleg og hlý.
Um upphitun sér hið kraftmikla og nýstárlega tvíeyki Pale Honey sem hefur notið mikilla vinsælda í heimalandi sínu, Svíþjóð, undanfarna mánuði.
Á ferli sínum hefur Sam Beam gefið út sex plötur sem Iron & Wine, fjölda stutt- og smáskífa, í bland við plötur með fágætu efni sem gefnar eru út í takmörkuðu upplagi. Til að byrja með deildi hann tónlistinni aðeins með konu sinni og dætrum en stuttu eftir að hann byrjaði að gefa tónlist sína út kolféll almenningur fyrir honum. Tónlistin hefur oft hljómað undir í hinum ýmsu kvikmyndum og þáttum, má þar t.a.m. nefna The O.C., Grey’s Anatomy, Twilight, House M.D., Ugly Betty og 90210.
Nýjasta plata hans, Beast Epic, vísar til dýrasagna. Dýrasaga er löng saga, oftast táknsaga, þar sem persónur eru dýr sem hafa mennskar tilfinningar og hvatir. Sam segist vera heillaður af því hvernig tíminn lætur finna fyrir sér í líkömum okkar og hjörtum okkar. Hann segir Parísarhjólið alltaf halda áfram að snúast og að við séum alltaf að nálgast, fjarlægjast eða að koma aftur að einhverju sem er annaðhvort algjörlega ófyrirsjáanlegt eða ótrúlega kunnuglegt.
Hljóðheimur Beast Epic sækir til fyrri verka Iron & Wine. Hér tekur hann upp lifandi flutning og reynir að bæta eins litlu við eftir á og hægt er svo bæði sé hægt að finna fyrir því sem heppnast vel í flutningnum og ófullkomleikanum.
Gegnum árin hefur Iron & Wine notið þess mjög að gera tilraunir með mismunandi tónlistarstefnur, hljóðheima og tónlistarstílbrögðum. Hinu langa ferðalagi hans um tónlistarsviðið bregður einmitt fyrir í nýja efninu og afleiðingar þess renna hispurslaust áfram inn í útsetningar og lagasmíðar. Hér slakar hann á tauminum og gerir það sem hann gerir best.