skip to content

Liðinn viðburður

Daniel Sloss: NOW

DANIEL SLOSS: NOW er frábært nýtt uppistand og tíunda sólóverk hins skoska Daniels Sloss sem er orðinn þekktur um allan heim fyrir uppistand sitt og unnið til fjölda verðlauna. Hann mun flytja sýningu sína NOW í Hörpu, laugardaginn 28. október!

Daniel hefur komið fram í Conan sjö sinnum (og á þar með metið) og hefur í dag komið níu sinnum fram á Edinburgh Fringe hátíðinni og alltaf hefur verið uppselt á sýningar hans. Hann á tvö leikár að baki með sóló sýningum á off-Broadway auk þess sem hann hefur gefið út DVD disk, haldið Tedx fyrirlestur (þá aðeins 19 ára) og túrað um Eyjaálfu, Bandaríkin, Bretland og Evrópu og fengið glæsilega dóma alls staðar.

NOW er næst á dagskrá!

„Sóðalegur, sætur og snjall“ – New York Times

„Undursamlega svart uppistand“ – Mail on Sunday, UK

„Heillandi, hógvær og virkilega fyndinn!“ – Time Out London

Um eitt verðsvæði er að ræða og kostar miðinn 5.990 kr. Aðeins tæplega 500 miðar eru í boði í heildina.

Dagsetning

28. október 2017

Staður

Harpa Flói

Hlekkir