skip to content

Liðinn viðburður

Jeff Dunham í Eldborg

Einn vinsælasti skemmtikraftur heims, Íslandsvinurinn Jeff Dunham, fer af stað með glænýtt uppistand, Passively Aggressive. Hann mun ferðast með sýningu sína um öll Bandaríkin og kíkja því næst til Íslands þann 26. maí í Eldborg, Hörpu. Með í för verða að sjálfsögðu hans þekktustu persónur; Walter, Bubba J, Peanut, látni hryðjuverkamaðurinn Achmed og allir hinir.

Jeff Dunham er talinn einn áhrifamesti skemmtikraftur Vesturlanda að mati Forbes tímaritsins. Vinsældir hans hafa aukist stórlega á síðustu árum, hvort sem um er að ræða áhorf á sjónvarpsþætti hans, sölu á DVD diskum eða upptökur á YouTube þar sem eru fleiri en milljón áskrifendur og yfir milljarður í samanlögðum áhorfstölum. Í september hlaut Dunham svo þann heiður að fá stjörnu á Hollywood Walk of Fame göngugötunni.

Hann kom fyrst til Íslands árið 2013 og pakkfyllti þá Laugardalshöllina tvisvar. Hann féll fyrir Íslandi og sneri aftur eftir aðeins nokkra mánuði og fyllti þá Eldborg á skotstundu. Í þeirri ferð var hann einnig að taka upp heimildarmynd sem fjallaði um störf hans víða um heim og vildi hann að Íslandi yrði hluti af þeirri mynd.

Dagsetning

26. maí 2018

Staður

Harpa Eldborg

Hlekkir