Strákarnir í Trailer Park Boys reyna á samvisku og sómakennd áhorfenda með óviðjafnanlegum og meinfyndnum hætti, en nú er komið að þeim að sýna villtustu hliðar sínar í Háskólabíói þann 26. september í splunkunýrri sýningu.
Hópurinnsamanstendur af hinum treggáfuðu og stórfurðulegu Ricky, Julian, Bubbles og Randy, sem hafa eytt öllu lífi sínu í hjólhýsahverfinu Sunnyvale í Kanada. Þríeykið hefur slegið verulega í gegn í Bandaríkjunum og víða með ýktu heimildarþáttum sínum þar sem óheflaði húmor þeirra er allsráðandi. Auk sjónvarpsþáttana hefur hópurinn gert garðinn frægan með ýmsum uppistöndum og kvikmyndum.