Helgi Björns varð 60 ára þann 10. júlí og af því tilefni blæs hann til glæsilegra stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 8. september.
SÉRSTAKIR GESTIR: Emmsjé Gauti, Högni og Ragga Gísla.
Helgi hefur átt gifturíkan feril sem söngvari, leikari og athafnamaður. Hann hefur leitt hljómsveitir eins og Grafík, SS Sól, Reiðmenn vindanna og Kokteilpinnana; gefið út tónlist með þessum sveitum og í eigin nafni og er fyrir löngu orðinn samofinn þjóðarsálinni með lögum sínum og textum.
Og nú til að fagna löngum og farsælum ferli á að tjalda öllu til. Helgi mun fara yfir allan ferilinn dyggilega studdur af húsbandi skipuðum færustu hljóðfæraleikurum landsins, bakröddum og góðum gestum.
Höllinn verður sett í afmælisgír – risaskjáir, sérsmíðað svið, brjálað hljóðkerfi og engu til sparað.