Tónlistarmaðuri
Þrjú ár eru síðan Ólafur hélt síðast tónleika á Íslandi en undanfarin misseri hefur hann unnið að hinum ýmsu verkefnum s.s. kvikmynd og plötu undir nafninu Island Songs, tónlist fyrir sjónvarpsþáttar
Tónleikarnir í Hörpu eru hluti af viðamiklu tónleikaferðala
„Ég er að þróa algjörlega nýja sviðssetningu sem byggir á hugbúnaði sem við höfum hannað til að stýra sjálfspilandi píanóum. Það verða því þrjú píanó á sviðinu, ég spila á eitt og hin fylgja mér með hjálp gervigreindar. Það sem er e.t.v. skemmtilegast við þetta er að vegna þess að píanóin eru sjálfspilandi eru engir tveir tónleikar alveg eins.“
Á tónleikunum í Hörpu koma Ólafur og hljómsveitin öll, mennsk og ómennsk, til með að spila nýtt efni í bland við eldra sem sett verður í nýjan og spennandi búning. Engu verður til sparað í Hörpu og búist við að tónleikarnir verði mikið sjónarspil fyrir augu og eyru. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá Ólaf Arnalds á heimavelli.