Söngkonan Jóhanna Guðrún heldur þorláksmessutónleika í beinni frá Garðakirkju, heima í stofu hjá þér, miðvikudaginn 23. desember.
Með Jóhönnu verður gítarleikarinn Davíð Sigurgeirsson.
Jóhanna og Davíð ætla að skapa notalega jólastemningu og flytja sín uppáhalds jólalög í fallegum útsetningum fyrir gítar og söng, í beinni frá einni fallegustu kirkju landsins.
Sérstakt forsöluverð er aðeins 2.000 krónur og aðeins þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili.
Streymið er aðgengilegt í gegnum vafra í hvaða nettengda tæki sem er og einnig er einfalt að varpa því í sjónvarp í gegnum tæki á borð við Chromecast eða AppleTV.