skip to content

Liðinn viðburður

Tom Segura

Leikarinn og uppistandarinn Tom Segura er eitt stærsta nafn uppistandara í dag og hefur verið uppselt á sýningu hans I‘m Coming Everywhere á meira en 200 sýningum um heim allan.

Segura er þekktastur fyrir Netflix þætti sína Ball Hog (2020), Disgraceful (2018), Mostly Stories (2016) og Completely Normal (2014). Í júlí síðastliðnum gaf Segura út metsölubók sína I‘d Like To Play Alone, Please og fékk bókin mikið lof gagnrýnenda. Þá heldur hann úti hlaðvarpsþáttunumYour Mom‘s House ásamt eiginkonu sinni og grínistanum Christina Pazsitzky, 1 Bears 1 Cave sem hann stýrir ásamt Bert Kreischer og fleiri hlaðvarpsþáttum. 

Segura hefur einnig leikið í kvikmyndunum Countdown á móti leikkonunni Elizabeth Lail, Instant Family á móti Mark Wahlberg og Rose Byrne, Opening Act og Flinch. Þá hefur Segura komið fram í sjónvarpsþáttunum The Late Show með Stephen Colbert, Conan, Workaholics, Happy Endings, The Late Late Show, auk eigin þátta á Comedy Central sjónvarpsstöðinni.  

Þegar Segura er ekki á sviði eða að hljóðrita hlaðvarp horfir hann á ameríska háskólafótboltann. 

Dagsetning

15. maí 2023

Staður

Háskólabíó

Hlekkir