skip to content

Liðinn viðburður

Henry Rollins – Good To See You

Það verður seint sagt að HENRY ROLLINS sitji tómhentur. Margverðlaunaður rithöfundur, leikari, fyrirlesari, skemmtikraftur, útvarpsmaður og ferðalangur sem hefur skrifað bækur og stýrt sjónvarpsþáttum, leikið í kvikmyndum, sungið í hljómsveitum, talað inn á teiknimyndir og margt fleira.  

Rollins hefur skrifað meira en 30 bækur, þar á meðal Black Coffee Blues, Get in the Van, Solipsist, Roomanitarian og Broken Summers, auk heimildabókanna A Grim Detail, A Mad Dash, A Preferred Blur og A Dull Roar þar sem Rollins fjallar um ferðalög sín um Asíu, Afríku, Miðausturlönd og Evrópu. Rollins er einnig vel þekktur fyrir fyrirlestra sína þar sem hann blandar saman pólitískum útskýringum og persónulegum smásögum, húmor, svívirðingum og tískustraumum, allt með hæfilegum skammti af kaldhæðni og vantrú. Tugir fyrirlestra Rollins hafa verið gefnir út á DVD og eru aðgengilegir í gegnum streymi og niðurhal.  

Leikferill Rollins inniheldur meðal annars kvikmyndirnar Dreamland frá árinu 2019 þar sem hann lék meðal annars á móti Juliette Lewis og okkar Tómasi Lemarquis, Johnny Mnemonic með Keanu Reeves í aðalhlutverki, Lost Highway á móti Bill Pullman og Patricia Arquette, ásamt aðalhlutverki í kvikmyndinni He Never Died. Þá hefur Rollins einnig leikið í sjónvarpsþáttunum Sons of Anarchy og Portlandia. Aðrar myndir sem Rollins hefur leikið í eru Bad Boys II, Heat og The Chase, auk raddsetningar í American Dad. 

Sjónvarps- og útvarpsferill innihalda þættina 10 Thinks You Don‘t Know About á History Channel, Animal Underworld with Henry Rollins og Born To Rage á National Geographic, auk vikulegra þátta á útvarpsstöðvum í Los Angeles. 

Rollins hefur hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga. Lagið Liar með hljómsveit hans Rollins Band var tilnefnt til Grammy verðlauna og hlaut Rollins fjölmiðlaverðlaun suður Kalíforníu árið 2017, Ray Bradbury verðlaunin 2014 og Grammy verðlaun fyrir Get in the Van: On the Road with Black Flag árið 1994.

Dagsetning

1. febrúar

Staður

Norðurljós

Hlekkir