Jim Jefferies er einn vinsælasti uppistandari sinnar kynslóðar. Hann hefur skemmt fólki um árabil um allan heim með beittum og ögrandi húmor sem einnig vekur fólk til umhugsunar. Hann hefur verið nefndur einn af topp fimm uppistöndurum heims og var valinn uppistandari ársins á Just for Laughs Festival sumarið 2019.
Eftir að hafa fengið glóandi umsagnir fyrir Oblivious túrinn er hann aftur mættur til leiks með viðkomu á skerinu okkar og kemur fram í Laugardalshöllinni 21. maí með nýja sýninguna sína Give’em What They Want.
Jim hefur einnig skrifað undir bókaútgáfusamning, sett á laggirnar The Jim Jefferies Show á Comedy Central og heldur úti hinu geysivinsæla podcasti I Don’t know about That with Jim Jefferies þar sem hann tekur á viðfangsefnum líðandi stundar með með sinni klassísku “no bullshit” aðferðafræði. Intolerant kom út á Netflix á síðasta ári og sló í gegn.
Fimm verðflokkar eru í boði:
VIP Meet & Greet: 24.990 kr.
A+ svæði: 14.990 kr.
A svæði: 13.990 kr.
B svæði: 12.990 kr.
C svæði: 7.990 kr.
VIP Meet & Greet pakkinn inniheldur:
- Eitt sæti á allra besta stað.
- Meet & Greet fyrir einn með Jim Jefferies.
- Mynd fyrir einn með Jim Jefferies.
Meet & Greet fer fram fyrir eða eftir sýningu í Höllinni. Haft verður samband við kaupendur VIP miða þegar nær dregur sýningu og fyrirkomulagið staðfest.