skip to content

Liðinn viðburður

Iceland Airwaves 2023

Iceland Airwaves er íslensk tónlistarhátíð með yfir 20 ára sögu sem hóf göngu sína í flugskýli um síðustu aldamót og hefur þróast í að vera ein mikilvægasta tónlistarhátíð Íslendinga á hverju ári. Í nóvember ár hvert fyllist Reykjavík af lífi og tónlist í hverjum krók og kima þar sem upprennandi íslenskir listamenn og alþjóðlegar stórstjörnur koma fram og leika list sína. Á hátíðina mæta tónlistarunnendur frá öllum heimshornum sem ráfa um tónleikastaði í leit að næstu stjörnum íslensks tónlistarlífs eða til að horfa á sitt uppáhalds atriði.

Iceland Airwaves er óumdeilanlega mikilvægasti stökkpallur og kynningarvettvangur fyrir íslenska tónlist og tækifæri fyrir tónlistarunnendur til að sjá heimsklassa tónlistarfólk koma fram og í leiðinni uppgötva eitthvað nýtt í borg sem skapar einstaka stemningu sem fólk víðsvegar af úr heiminum sækist eftir ár eftir ár.

Árið 2023 fer Iceland Airwaves from dagana 2-4. nóvember í miðbæ Reykjavíkur með freskustu tónlist í heimi.

Dagsetning

2. – 4. nóvember 2023

Staður

Reykjavík

Hlekkir