skip to content

Liðinn viðburður

The Color Run

LITIR + HLAUP = HÁTÍÐ!

Okkar markmið er að The Color Run færi fólk saman og geri heiminn hamingjusamari. Við köllum The Color Run hamingjusamasta hlaup í heimi vegna þess að hlaupið okkar færir saman vini og vandamenn í einstaka skemmtun og hátíð. Við setjum hamingjuna í forgrunn. Lífið snýst um ánægju og að líða vel. Þess vegna skal The Color Run vera hamingjusamasta hlaupið á jörðinni.

Þetta snýst ekki um að hlaupa 5 kílómetra á sem skemmstum tíma heldur að hlaupa á þeim hraða og tíma sem þér finnst hæfilegt og gaman. The Color Run er nefnilega ekki kapphlaup heldur hlaup þar sem þúsundir þátttakenda skemmta sér konunglega á meðan þeir verða hjúpaðir lit frá toppi til táar. Í lok hvers kílómetra er hlaupið í gegnum litastöð með tónlist, skemmtun og nýjum lit og við endamarkið keyrir allt um koll með risavaxinni endamarkshátíð þar sem litadýrðin verður gerð ógleymanleg upplifun. Þetta verða hamingjusömustu og skemmtilegustu 5 kílómetrar sumarsins!

The Color Run er fyrir alla, konur með hár og kalla með skalla, allt frá 2ja ára til 80 ára (jafnvel 102 ára). Sumir hlaupa til að koma í gang betri lífsstíl á skemmtilegan hátt á meðan aðrir hlaupa bara til að skemmta sér með vinum sínum. Þátttakendur geta hlaupið einir sér eða í smærri hópum og sumir hlaupa með ákveðinn tilgang. Hvort sem þú ert gamall brokkari eða afreksíþróttamaður þá mun The Color Run verða eftirminnilegustu og litríkustu 5km í þínu lífi!

SVONA FER HLAUPIÐ FRAM

Sem litahlaupari í The Color Run verður þú, ásamt þúsundum annarra þátttakenda, lituð/aður frá toppi til táar við hvern kílómetra sem þú klárar. Í hverju litahliði verður tekið á móti þér með tónlist, skemmtun og nýjum lit.

Þetta snýst ekki um að klára hlaupið á sem skemmstum tíma heldur að hafa gaman og njóta þess að taka þátt. Það mun enginn vinna hlaupið því það er engin tímataka. Þvert á móti hvetjum við alla til að taka sér tíma í að fara í gegnum alla litabrautina og njóta upplifunarinnar.

Með aðeins tvær leikreglur geta allir verið með í The Color Run:

  1. Þú skalt vera í hvítum bol þegar þú byrjar!
  2. Þú verður litabomba þegar þú kemur í endamarkið!

Við endamarkið verður síðan epískt litapartý, skemmtidagskrá, stuð og stemning fyrir framan sviðið.

Dagsetning

8. júní 2024

Staður

Reykjavík

Hlekkir