ALOK (hán) er ljóðskáld, rithöfundur, uppistandari og fyrirlesari sem hefur vakið athygli um allan heim með því að takast á við erfið málefni af mikilli snilli með húmorinn að vopni. Alok, sem skapar list með blandaðri tækni, skoðar í gegnum verkin sín þemu eins og tráma, samkennd, og tilveru mannkynsins.
Alok skrifaði bækurnar Femme in Public (2017), Beyond the Gender Binary (2020), og Your Wound/My Garden (2021) og er upphafsmanneskja samfélagsmiðlaherferðarinnar #DeGenderFashion sem hafði það að markmiði að afkynjavæða tísku- og fegurðariðnaðinn.
Hán hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars LGBTQ Scholar in Residence hjá University of Pennsylvania, GLAAD Media Award og Stonewall Foundation Visionary Award.
Síðastliðinn áratug hefur hán túrað í yfir 40 löndum og nýlegast selt upp viðburðarröð í Soho Theatre í London, Edinburgh Fringe Festival, og Kennedy Performing Arts Center. Sýningum háns hefur verið lýst sem “ögrandi og kraftmiklum” (CHORTLE) og sem “kraftmikilli blöndu af gamanleik og ljóðum” (THE SCOTSMAN).