skip to content

Liðinn viðburður

Zara Larsson

ÁSDÍS HITAR UPP!

Zara Larsson snýr aftur til Íslands og heldur sannkallaða stórtónleika í Eldborg laugardaginn 16. mars 2024.

Zara er með milljarða spilana á streymisveitum, fjöldan allan af platínumplötum og gríðarlega stóran aðdáendahóp um heim allan. Hún hélt vel heppnaða og uppselda tónleika í Laugardalshöll árið 2017 og hitaði svo upp fyrir Ed Sheeran á Laugardalsvellinum 2019. Hún er því öllum landsmönnum góðkunnug og mikill fengur í að fá hana aftur til landsins. Sænska söngdívan heldur áfram að senda frá sér grípandi smelli sem aðdáendur hennar um allan heim elska.

Tilkynnt hefur verið að nýjasta poppstjarna Íslands, Ásdís, hitar upp. Það er óhætt að leyfa ógleymanlegri kvöldstund þegar Zara og Ásdís stíga á stokk í Hörpu.

DAGSKRÁ KVÖLDSINS:
19:30 – Húsið opnar
20:00 – Tónleikar hefjast*
22:10 – Áætluð lok**
* Athugið: Ekkert aldurstakmark er á tónleikana.
** Dagskrá getur riðlast og er birt með fyrirvara

Dagsetning

16. mars 2024

Staður

Eldborg

Hlekkir