skip to content

Liðinn viðburður

Sister Sledge í Eldborg

Goðsagnakennda diskó-soul bandið Sister Sledge kemur fram á tónleikum í Eldborg föstudaginn 9. ágúst, daginn fyrir Gleðigönguna. Þessi stórkostlega og margverðlaunaða hljómsveit gerði garðinn frægan á hátindi diskótímabilsins með risasmellum á borð við We Are Family, He’s the Greatest Dancer, Lost In Music, Frankie og Thinking of You.

Aðalsöngkona hljómsveitarinnar Kathy Sledge kemur fram ásamt, dönsurum, bakröddum og hljómsveit. Athugið að hér er ekki um að ræða heiðurstónleika heldur sannkallað diskópartý með lifandi goðsögn. 

Dagsetning

9. ágúst 2024 í Eldborg

Staður

Eldborg

Hlekkir