skip to content

Liðinn viðburður

Masood Boomgaard presents Self-Help Singh

Masood Boomgaard er Self-Help Singh, sem er annað sjálf grínistans. Selp-Help Singh er öðruvísi markþjálfi, nokkurs konar ómarkþjálfi sem er frekar letjandi en hvetjandi.

Grínistinn, ómarkþjálfinn og skopstælingasérfræðingurinn uppgötvaði hitt sjálfið sitt þegar hann datt á hausinn við það að hlaupa á klósettið eftir harkalegt lamba vindaloo. Síðan þá hefur hann deilt myndböndum sem hafa náð milljónum áhorfa á YouTube, TikTok og Instagram. Á sínum tíu ára ferli sem atvinnugrínisti hefur Masood Boomgaard komið fram í Dubai, New York, London og, tja… heima í eldhúsinu sínu, svefnherberginu og bílskúr föður síns.

Í dag býr Boomgaard með köttunum sínum í Suður-Afríku og deilir reglulega visku sinni, sem hann vill meina að byggist á heilbrigðri skynsemi, með milljónum aðdáenda sinna á netinu. En nú er hann aftur tilbúinn að ferðast um heiminn og þú getur séð hann koma fram á Íslandi!

Í sýningu sinni býður Boomgaard upp á fyndna, einstaka og ógleymanlega uppistands-/háðsýningu. Þetta er ekki neinn venjulegur fyrirlesari eða lífsþjálfi, en þú munt pottþétt fara út með bros á vör. Tryggðu þér miða núna!

Miðaverð er 9.990 kr. Selt er í ónúmeruð sæti og setið er við borð; sannkölluð klúbbastemmning í Norðurljósum!

Dagsetning

14. september 2024 í Norðurljósum Hörpu

Staður

Norðurljós

Hlekkir