Sumarklúbbur í Hörpu – Klúbbastemning í Norðurljósum
Ný uppistands- og tónleikaröð á vegum Senu Live. Áherslan er lögð á afslappaða og skemmtilega stemningu fyrir bæði heimamenn og ferðamenn. Sumarklúbburinn er haldinn í Norðurljósasal Hörpu, þar sem verða lítil hringborð og stólar og drykkir seldir inni í salnum.
Kvöldið hefst á bráðfyndnu uppistandi sem fer fram á ensku og eftir stutt hlé taka tónleikar við.
Heildarlengd viðburðar er um það bil 2 klst.
HUGLEIKUR
Hugleikur Dagsson er þekktur fyrir svarta og súrrealíska kímnigáfu. Kúkur, dauðinn og önnur almenn hversdagsleg málefni eru gjarnan til umfjöllunar. Grín sýningum hans hefur verið lýst sem subbulegum en þó afar vinalegum.
LÓN
Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson mynda þríeykið LÓN sem flytur einskonar Americana tónlist. Allir eru þeir margverðlaunaðir handhafar Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir ýmis verkefni og í LÓN blanda þeir saman jazz-riffum, sjarmerandi tónlist í þjóðlaga stíl og einstakri söngrödd Valdimars Guðmundssonar.