skip to content

Liðinn viðburður

Brekkusöngur 2024 – Streymi

Brekkusöngur er fyrir löngu orðinn fastur liður í hátíðarhöldum Íslendinga um verslunarmannahelgina. Dagskrá sunnudagskvöldsins verður send út aftur í beinu streymi þannig þú getur tekið þátt hvar sem þú ert í heiminum. 

Glæsileg dagskrá, brenna, blys og þessi einstaka og óviðjafnanlega stemning sem allir þekkja – beint til þín, hvort sem þú ert heima í stofu, í tjaldi eða erlendis.

Dagskrá kvöldsins:
20:00 – Upphitun: Bjarni Ólafur Guðmundsson fær til sín góða gesti og telur niður í tónleikana
20:45 – 150 ára afmælistónleikar. Stuðlabandið og gestir: Diljá, Eló, Hreimur, Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Sverrir Bergmann og Ragga Gísla
23:00 – Brekkusöngur – Magnús Kjartan
00:00 – Blys

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins mun stýra brekkusöngnum aftur þetta árið – og allir geta sungið með hvar sem þeir eru í heiminum.

Ljóst er að hér er um að ræða einstaka tónlistarveislu og Íslendingar geta sameinast um allan heim og gert sér glaðan dag. Aðeins þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili.

Dagsetning

4. ágúst 2024

Staður

Heima í stofu

Hlekkir