ISMO á leiðinni til Íslands! Hann er þekktur um allan heim sem fulltrúi þeirra sem tala ensku sem annað tungumál. ISMO hefur sigrað áhorfendur bæði á netinu og á sviði með fyndnum ábendingum um tungumál, menningu og fáránleika hversdagsins. Og nú er komið að þér að hlæja með, í Höllinni 13. mars!
ISMO: Perseverance Tour hefst árið 2026 með glænýju efni og athugasemdum innblásnum af finnsku hugrekki og þrautseigju – eða SISU eins og Finnar segja. Hann ætlar að ferðast um Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Evrópu, Miðausturlönd, Suður-Afríku og Asíu og það er mikið gleðiefni að einn af viðkomustöðunum sé Ísland.
ISMO sameinar beittan húmor og finnska hörku í bráðfyndinni sýningu sem er sniðug, óvænt og stórskemmtileg.
ATHUGIÐ: Efni sýningarinnar er ætlað fullorðnum; 16 ára og yngri þurfa að vera í fylgd forsjáraðila.
UM ISMO
ISMO er alþjóðlegur uppistandari, rithöfundur, rallýökumaður og snillingur í orðaleikjum. Hann er nýkominn til baka eftir að hafa brotið bakið, en það finnst honum reyndar bara fyndið. Hann er fyndnasta útflutningsvara Finna og er nú mættur aftur á svið, betri en nokkru sinni fyrr!
Síðan hann flutti til Bandaríkjanna hefur hann komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum, til að mynda á NBC, CBS, í Just For Laughs og Top Gear Finland. Upphaflega sprengdi hann internetið með frægasta Conan-bút allra tíma, en hann fékk yfir 135 milljón áhorf! Ári síðar steig hann á svið hjá James Corden og þar fór boltinn að rúlla fyrir alvöru – fylgjendur margfölduðust og brandararnir tóku á flug.
Fylgstu með ISMO á samfélagsmiðlum fyrir vikuleg fyndin myndbönd og bakvið-tjöldin augnablik: @ISMOcomedy
Dagskrá, varningur og fleira: ismo.fun


