Ef ögrandi brandarar á færibandi er það sem þú fílar þá geturðu sett þig í stellingar. Jimmy Carr er á leiðinni aftur til Íslands með glænýja sýningu “Jimmy Carr: Laughs Funny”. Við þurfum varla að kynna manninn, en hér er á ferðinni einn vinsælasti grínisti heims og sannkallaður Íslandsvinur.
Jimmy segir brandara og brandarar virka eins og seglar. Þeira laða fólk að sér, en fæla aðra í burtu. Sumum hryllir við hans kolsvarta húmor. Þessi sýning er ekki fyrir það fólk. En ef þér finnst gaman að hlæja að hlutum sem þér datt aldrei í hug að gætu verið fyndnir, þá er þetta sýningin fyrir þig.
Jimmy Carr er verðlaunaður uppistandari, handritshöfundur og sjónvarpsmaður, þekktur fyrir sótsvartan húmor, vafasama brandara og “sérstök” samskipti við áhorfendur. Sumum finnst hann pólitískt réttsýnn en öðrum finnst hann dóni. Hvað sem því líður, þá er það vísindalega sannað að hann er fyndnasti uppistandari Bretlands.
Ekki sofna á verðinum – þetta mun seljast upp!
“Grínhetja okkar tíma” – The Guardian
“Jimmy Carr er grínisti á heimsmælikvarða” – The Independent
ATHUGIÐ: Efni sýningarinnar er ætlað fullorðnum; 16 ára og yngri þurfa að vera í fylgd forsjáraðila.


