skip to content

Bílastæði

jólagestir björgvins 21. desember 2024

Bílastæði fyrir miðahafa

Miðahöfum á Jólagesti Björgvins 2024 býðst að tryggja sér bílastæði í takmörkuðu magni nálægt Laugardalshöll. Í boði eru tvö svæði sem kosta það sama.

Hvernig virkar ferlið
Þú kaupir miða fyrir þinn bíl á Tix með því að smella á kaup hnappana hér að neðan. Þú velur bílastæði og færð miða sendan í tölvupósti, ásamt kvittun með leiðbeiningum. Þegar þú kemur að bílastæðinu þá er miðinn skannaður inn. Athugaðu að þú kemst ekki að stæðinu nema hafa miðann þinn tilbúinn til skönnunar. Engar hömlur eru á fjölda gesta í hvern bíl.

Öll stæðin opna kl.19:30. Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikar hefjast kl. 21:00. Við hvetjum gesti til að mæta snemma.

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ

  • Ekki er tekin ábyrgð á bifreiðum; aðeins er vakt við innkeyrslu á hverju bílastæði, til að skanna miða, og henni lýkur um 22:00. Bílar á stæðunum er ekki vaktaðir sérstaklega.
  • Tónleikahaldari hefur enga stjórn á umferðinni og miði í bílastæði gefur því engan forgang í umferðinni. Búast má við því að umferð í kringum Höllina verði þung á tónleikadegi og það er á ábyrgð gesta að koma sér að stæðunum í tæka tíð.

 

HREYFIHAMLAÐIR

  • Ekki er selt í stæði fyrir hreyfihamlaða.
  • Sérstaklega merkt stæði fyrir hreyfihamlaða eru beint fyrir framan Höllina.

Smelltu til að stækka

BÍLASTÆÐI B

5.990 kr.
  • Æskilegt er að koma á Engjaveg frá Glæsibæ

BÍLASTÆÐI C

5.990 kr.
  • Æskilegt er að koma á Engjaveg frá Glæsibæ