Miðahöfum á Jólagesti Björgvins 2024 býðst að tryggja sér bílastæði í takmörkuðu magni nálægt Laugardalshöll. Í boði eru tvö svæði sem kosta það sama.
Hvernig virkar ferlið
Þú kaupir miða fyrir þinn bíl á Tix með því að smella á kaup hnappana hér að neðan. Þú velur bílastæði og færð miða sendan í tölvupósti, ásamt kvittun með leiðbeiningum. Þegar þú kemur að bílastæðinu þá er miðinn skannaður inn. Athugaðu að þú kemst ekki að stæðinu nema hafa miðann þinn tilbúinn til skönnunar. Engar hömlur eru á fjölda gesta í hvern bíl.
Öll stæðin opna kl.19:30. Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikar hefjast kl. 21:00. Við hvetjum gesti til að mæta snemma.
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ
HREYFIHAMLAÐIR