skip to content
14. mars 2026
Laufey í Kórnum

Laufey endar A Matter of Time Evróputúrinn á Íslandi og efnir til stórtónleika í Kórnum, laugardaginn 14. mars.

Laufey hefur heillað heilar kynslóðir með afar vandaðri tónlist sem fjallar um ást og sjálfsuppgötvun þar sem hún sameinar popp, djass og klassíska tónlist á einstakan hátt. Árið 2023 afrekaði hún það að verða yngsti listamaður allra tíma til að hljóta GRAMMY verðlaun í flokknum Best Traditional Pop Vocal Album fyrir plötuna Bewitched. Nú upplifir hún meira frelsi en nokkru sinni fyrr, sem tónskáld, söngkona, útsetjari og fjölhæfur hljóðfæraleikari sem gerir henni kleift að blómstra sem aldrei fyrr og “leyfa hjartanu að ráfa,” eins og hún orðar það sjálf.

Hennar þriðja plata, A Matter of Time, er nýkomin út og var gerði í samvinnu við útsetjarana Spencer Stewart og Aaron Dessner. Þar fer Laufey út fyrir þægindarammann og skapar seiðandi hljóðheim og hreinskilnar lagasmíðar sem hitta beint hjartastað. Platan markar hápunktinn á ótrúlegu ferðalagi sem hófst þegar hún spilaði á selló með Sinfóníuhljómsveit Íslands á unglingsaldri og samdi sitt fyrsta útgefna lag á meðan hún stundaði nám við Berklee College of Music.

Ferill Laufeyjar hefur verið stórbrotinn og afrek hennar hafa hrannast upp; má þar nefna yfir 4,25 milljarða spilanir á streymisveitum, 23 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, stærstu útgáfu á djassplötu í sögu Spotify, plata á Billboard Top 20, fjöldinn allur af platínusölum, sæti á Forbes 30 Under 30 listanum og árið 2025 var hún útnefnd ein af Konum ársins (Women of the Year) af tímaritinu TIME.

Laufey hefur selt upp á tónleika í stórum tónleikahöllum á borð við Hollywood Bowl, Radio City Music Hall og Royal Albert Hall í London. Auk þess hefur hún hefur komið fram með LA Phil, National Symphony Orchestra og China Philharmonic Orchestra, deilt sviði með listamönnum á borð við Jon Batiste og Raye og tekið upp með tónlistarfólki á borð við Beabadoobee og Norah Jones.

SÆTAFERÐIR
Sætaferðir verða fyrir tónleikagesti frá Smáralind að Kórnum og til baka á tónleikadegi. Ráðgert er að sætaferðir hefjst kl. 18:00, húsið opnar kl 18:30 og tónleikar hefjst kl. 20:00.

GOTT MÁLEFNI
Laufey mun gefa 150 kr. af hverjum seldum miða á þessa tónleika, til The Laufey Foundation, til að styðja ungmenna­hljómsveitir, félagasamtök og verkefni á sviði tónlistarfræðslu. Til að fræðast nánar um The Laufey Foundation eða styðja við starfið, vinsamlegast heimsækið The Laufey Foundation.

Laufey will end her A Matter of Time tour in her home country and will play Kórinn in Kópavogur on Saturday, March 14.

Laufey has captivated a generation with virtuosic songs of love and self-discovery by manifesting her vision of jazz- and classical-infused pop music. After becoming the youngest ever recipient of the GRAMMY for Best Traditional Pop Vocal Album (for Bewitched), the Icelandic-Chinese composer and singer, producer, and multi-instrumentalist feels freer than ever to, as she puts it, “let my heart wander.” 

For her third album, A Matter of Time, Laufey teams with fellow producers Spencer Stewart and Aaron Dessner to break the set of expectations she herself set, serving up a transcendent sound and honest writing that cuts to the heart. It’s the culmination of an incredible journey that began with her playing the cello with the Iceland Symphony as a teenager, before she wrote her first charting single while studying at Berklee College of Music.

Laufey’s many achievements have since grown to include 4.25 billion global streams, a social media audience of 23 million, the biggest jazz LP debut in Spotify history, an album in Billboard’s Top 20, a pile of Platinum plaques, a Forbes 30 Under 30 designation, and, in 2025, being named one of TIME’s Women of the Year. She’s also sold out the Hollywood Bowl, Radio City Music Hall, and London’s Royal Albert Hall; performed backed by the LA Phil, the National  Symphony Orchestra, and the China Philharmonic Orchestra; shared the stage with the likes of Jon Batiste and Raye; and collaborated on record with artists ranging from Beabadoobee to Norah Jones.

THE PRICE AREAS:
Platinum seats:            49.990 (light purple in photo)
Gold seats:                     39.990 (yellow in photo)
Silver seats:                   35.990 (silver in photo)
A seats:                         29.990 (pink in photo)
B seats:                          24.990 (green in photo)
C seats:                          18.990 (light blue in photo)
D seats:                          9.990 (greenyellow in photo)
Wheelchairs:                    6.995 (available in the buying process, two sold together)  

See a photo of the room here

GETTING TO AND FROM VENUE
Shuttle buses will run on the concert day between Smáralind and Kórinn, both to and from the venue. The shuttles are scheduled to begin at 18:00, doors open at 18:30, and the concert starts at 20:00.

THE LAUFEY FOUNDATION
Laufey will donate 150 ISK from each ticket sold to this show to The Laufey Foundation to support youth orchestral programs, organizations, and music education initiatives. To find out more about The Laufey Foundation or to donate, please visit The Laufey Foundation

ALMENN MIÐASALA HEFST 12. SEPTEMBER KL. 9

FORSALA LAUFEYJAR FER FRAM 10. SEPTEMBER KL. 9
Skráning í Laufey forsölu hér

FORSALA SENU LIVE FER FRAM 11. SEPTEMBER KL. 9
Skránin í Senu Live forsölu á hnappinum hér að neðan.

Dagsetning

14. mars 2026

Staður

Kórinn

Miðaverð

Platínum: 49.990 kr.  (ljósfjólublátt á mynd)
Gull: 39.990 kr.           ( gult á mynd)
Silfur: 35.990 kr.         (silfur á mynd)
A sæti: 29.990 kr.        (bleikt á mynd)
B sæti: 24.990 kr.        (grænt á mynd)
C sæti: 18.990 kr.        (ljósblátt á mynd)
D sæti: 12.990 kr.        (dökkblátt á mynd)
E sæti:  9.990 kr.         (grængult á mynd)

Hjólastólasvæði: 6.995 kr.
(seld tvö saman þar sem annar miðinn er fyrir fylgdarfólk)

Hlekkir

Þú gætir haft áhuga á..