skip to content

Liðinn viðburður

Ari Shaffir í Hörpu

Ari Shaffir er uppistandari og leikari á hraðri uppleið. Velgengni hans í uppstandi og sjónvarpi er mikil þessa dagana og segir hann atriði sitt vera líkt og brúðusýningu, en klúrari og án brúðanna.
Ari hefur m.a. verið þáttastjórnandi á í vinsælum podcast þætti sem kallast The Skeptic Tank. Þar tekur hann viðtöl við foreldra ýmissa einstaklinga, allt frá uppistöndurum til vændiskvenna. Markmið þáttarins er „að fá dýpri skilning á mannkyninu og segja prumpubrandara“.
Podcastið er gríðarvinsælt og er því halað niður 100.000 sinnum á viku að meðaltali.
Uppistandskvöld Ara eru þéttsetin hvert sem hann fer í Bandaríkjunum og nú loksins fá Íslendingar að æfa magavöðvana.
Uppistandið með Ara á Íslandi fer fram miðvikudaginn 7. september í Hörpu, en Norðurljósasalnum verður breytt í flottan og þægilegan uppistandsklúbb af þessu tilefni.
Aðeins um 300 ónúmeraðir miðar verða í boði og sitja allir við borð eins og gengur og gerist í góðum uppistandsklúbbum. Miðaverð er aðeins 5.990 kr.

Dagsetning

17. september 2016

Staður

Harpa Norðurljós

Hlekkir